Þorbjörg Magnúsdóttir (Fögruvöllum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þorbjörg Magnúsdóttir húsfreyja á Fögruvöllum fæddist 25. desember 1834 í Hólmi í Landbroti og lést 2. nóvember 1867 á Fögruvöllum.
Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson bóndi í Hólmi, f. 1. apríl 1800 í Loddu hjá Stafnesi á Suðurnesjum, d. 10. maí 1888 á Hvoli í Fljótshverfi, og kona hans Guðrún Gissurardóttir húsfreyja, f. 8. október 1806 á Á á Síðu, d. 9. nóvember 1878 á Keldunúpi þar.

Þorbjörg var með foreldrum sínum í Hólmi til 1860, vinnukona á Kirkjubæjarklaustri 1860-1862, í Nýjabæ í Meðallandi 1862-1864.
Hún fluttist úr Meðallandi að Helgabæ 1864, var vinnukona þar 1865 og þar var Magnús Gíslason vinnumaður. Þau voru þar búandi 1866.
Þau giftust um sumarið 1867, og andvana barn þeirra fæddist í lok október. Þorbjörg fékk barnsfararsótt og lést 5 dögum eftir barnsburðinn.

I. Maður Þorbjargar, (20. júní 1867), var Magnús Gíslason tómthúsmaður, síðar bóndi í Norðurgarði, f. 8. janúar 1842, d. 11. júlí 1929.
Barn þeirra var
1. Andvana sveinbarn, f. 28. október 1867.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.