Ingveldur Sigurðardóttir (Fögruvöllum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ingveldur Sigurðardóttir húsfreyja í Norðurgarði fæddist 7. október 1827 í Snjallsteinshöfðahjáleigu á Landi og lést um 1884.
Foreldrar hennar voru Sigurður Bárðarson bóndi í Snjallsteinshöfðahjáleigu, (nú Árbakki) í Landsveit, f. 12. júní 1795, d. 4. september 1865, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1790, d. 18. júlí 1859.

Ingveldur var með foreldrum sínum 1835 og 1840. Hún var vinnukona á Skammbeinsstöðum í Holtum 1845, í Kollabæ í Fljótshlíð 1860.
Hún fluttist úr Fljótshlíð að Oddsstöðum 1861, var vinnukona þar 1862-1865, í Svaðkoti 1865-1866.
Ingveldur var húsfreyja á Fögruvöllum 1868 og 1869, í Norðurgarði 1870 og var þar við húsvitjun í lok árs 1883, en finnst hvergi 1884.

Maður Ingveldar, (13. nóvember 1868), var Magnús Gíslason tómthúsmaður, síðar bóndi í Norðurgarði, f. 8. janúar 1842, d. 11. júlí 1929.
Börn þeirra hér:
1. Þorbjörg Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 6. apríl 1869, fór til Vesturheims 1891 frá Norðurgarði.
2. Gísli Magnússon, f. 1. desember 1872, d. 12. desember 1888, „voðaskot úr hans eigin byssu“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.