Magnús Þórðarson (Dal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Þórðarson.

Magnús Þórðarson í Dal var fæddur 21. september 1879 að Tjörnum undir Eyjafjöllum. Magnús kom til Vestmannaeyja árið 1904 og settist þar að.

Magnús byrjaði sína formennsku á vertíðarskipinu Ísak árið 1906. Ári síðar keypti hann Bergþóru en tapaði þeim bát í ofsaveðri 1908, þegar hann sökk aftan í enskum togara. Í kjölfarið keypti hann Karl tólfta og var með hann til vertíðarloka 1914. Þá keypti Magnús Fram sem hann átti að mestu einn og fórst á honum ásamt allri áhöfn 14. janúar 1915. Í upphafi árs 1915 byrjaði hann strax að róa og fiskuðu þeir verulega vel, en með fyrrgreindum afleiðingum var endi bundinn á sjóferil hans.

Magnús var aflakóngur 1913.


Heimildir

  • Jón Sigurðsson. Aflakóngar Vestmannaeyja 1906-1929. Sjómannadagsblaðið 1961. 10. árg.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Faðir Magnúsar var Þórður húsmaður á Tjörnum undir Eyjafjöllum, síðan bóndi í Ámundakoti í Fljótshlíð og síðast á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 20. ágúst 1853 að Tjörnum, d. 21. október 1901, Loftsson bónda á Tjörnum þar, f. 13. ágúst 1822, d. 21. desember 1912, Guðmundssonar bónda í Strandarhjáleigu, f. 1787, d. 23. ágúst 1835, Halldórssonar, og konu Guðmundar, Þórunnar húsfreyju, f. 1798, d. 17. september 1843, Loftsdóttur.
Móðir Þórðar og kona Lofts á Tjörnum var Vilborg húsfreyja, f. 5. ágúst 1823, d. 12. júní 1890, Þórðardóttir bónda í Seljalandsseli, skírður 31. ágúst 1792, d. 3. júní 1856, Brynjólfssonar, og konu Þórðar í Seljalandsseli, Kristínar húsfreyju, skírð 3. desember 1779, d. 7. ágúst 1843, Erlendsdóttur.

Móðir Magnúsar í Dal og kona Þórðar Loftssonar (1. janúar 1880) var Kristólína frá Miðey í A-Landeyjum, f. 23. október 1859 þar, flutti að Dal í Eyjum 1903 og lést 12. mars 1937, Gísladóttir bónda á Miðhúsum í Stórólfshvolssókn, f. 2. október 1829, d. 9. júlí 1897, Böðvarssonar bónda í Háakoti í Fljótshlíð, skírður 4. október 1793, d. 14. júlí 1836, Guðmundssonar bónda í Dalbæ í Hreppum, f. 1763, Böðvarssonar, og konu Guðmundar í Dalbæ, Guðrúnar húsfreyju, f. 1762, Sigurðardóttur.
Móðir Gísla á Miðhúsum og kona Böðvars í Háakoti var Guðrún húsfreyja þar 1835, f. 19. febrúar 1795, d. 3. september 1872, Gísladóttir bónda í Ormskoti í Fljótshlíð 1801, f. 1747, Jónssonar, og konu Gísla, Ragnhildar húsfreyju, f. 1757, Pálsdóttur.
Móðir Kristólínu í Dal og kona Gísla á Miðhúsum var Elín húsfreyja, f. 30. apríl 1836, d. 18. desember 1916, Jónsdóttir bónda í Miðey, f. 7. júlí 1792, d. 5. janúar 1837, Jónssonar bónda á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, f. 1766, d. 2. apríl 1842, Þorkelssonar, og konu Jóns á Ljótarstöðum, Margrétar húsfreyju, f. 1765, d. 18. júlí 1834, Hreinsdóttur.

Börn Kristólínu Gísladóttur og Þórðar Loftssonar í Eyjum voru:
1. Magnús Þórðarson formaður í Dal.
2. Jóhanna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja í Vestra Stakkagerði, f. 2. apríl 1882, d. 3. september 1923, kona Bernótusar Sigurðssonar formanns í Stakkagerði.
3. Kristín Þórðardóttir á Borg, húsfreyja, f. 29. febrúar 1888, d. 14. mars 1948, kona Sigurjóns Högnasonar skrifstofustjóra.
4. Ágúst Þórðarson fiskimatsmaður á Aðalbóli, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977, sem kvæntur var Viktoríu Guðmundsdóttur húsfreyju á Aðalbóli og
5. Guðbjörg Þórðardóttir húsfreyja, fædd 31. ágúst 1894, dáin 4. desember 1984, kona Árna Þórarinssonar hafnsögumanns á Oddsstöðum.
6. Gísli Þórðarson vélstjóri í Dal, fæddur 10. júní 1896, fórst með vélbátnum 13. febrúar 1920. Kona hans var Rannveig Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 20. apríl 1895, d. 19. október 1970, síðar kona Viggós Björnssonar bankastjóra.

Kona Magnúsar Þórðarsonar í Dal, (21. desember 1904), var Ingibjörg Bergsteinsdóttir, f. 24. janúar 1879, d. 2. september 1968.
Börn þeirra:
1. Bergþóra Magnúsdóttir verslunarkona, f. 4. apríl 1905, d. 19. október 1925 á Vífilsstöðum.
2. Kristján Magnússon málarameistari, f. 24. febrúar 1909, d. 16. nóvember 1979, kvæntur Júlíönu Kristmannsdóttur Þorkelssonar húsfreyju.
3. Steinunn Ágústa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1912, d. 24. júní 1960, gift Böðvari Jónssyni Sverrissonar í Háagarði.
4. Magnea Lovísa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1914, d. 22. júní 1991, gift Oddi Sigurðssyni skipstjóra.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.