Kristján Thorberg Tómasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristján Thorberg Tómasson.

Kristján Thorberg Tómasson frá Garðstöðum, sjómaður, matsveinn fæddist 10. apríl 1916 á Seyðisfirði og lést 10. apríl 2001.
Foreldrar hans voru Tómas Jón Skúlason frá Ytra-Vatni í Skagafirði, bóndi, síðar fasteignasali í Reykjavík, f. 12. apríl 1879, d. 14. október 1941, og barnsmóðir hans Margrét Sigurþórsdóttir, síðar húsfreyja á Garðstöðum, f. 2. febrúar 1892, d. 16. júlí 1962.
Fósturfaðir hans var Jón Pálsson útvegsmaður, ísláttarmaður á Garðstöðum, f. 26. apríl 1874 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 10. janúar 1954.

Börn Guðrúnar og Jóns og fóstursystkini Kristjáns Thorbergs:
1. Halldór Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
2. Ólafur Sigurður Jónsson bakarameistari í Reykjavík, f. 25. febrúar 1912 á Garðstöðum, d. 16. apríl 1988.
3. Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 17. mars 1914 á Garðstöðum, d. 16. júlí 1989.
4. Ágústa Helga Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 20. ágúst 1917 á Garðstöðum, d. 29. febrúar 2008.
5. Páll Eydal Jónsson slippstjóri, f. 6. desember 1919 á Garðstöðum, d. 27. október 1996.
Börn Margrétar:
6. Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 28. júlí 1914, d. 5. júní 1988.
7. Kristján Thorberg Tómasson sjómaður, matreiðslumaður, f. 10. apríl 1916 á Seyðisfirði, d. 10. apríl 2001.
Fósturbarn Margrétar og Jóns Pálssonar:
8. Sigurður Grétar Karlsson frændi Margrétar, vélstjóri, f. 5. ágúst 1932, d. 1. maí 1951.

Kristján var með móður sinni í æsku, fluttist með henni til móðurforeldra sinna að Eystri-Gaddsstöðum á Rangárvöllum og var með henni þar 1920. Hann fluttist með móður sinni til Eyja 1924 og bjó hjá henni á Garðstöðum.
Kristján var sjómaður frá unglingsárum, lærði m.a. matreiðslu á matsveinanámskeiði Gagnfræðaskólans 1937 og var matsveinn á fiskveiðum.
Hann bjó á Vestmannabraut 15, Rafnseyri 1940, á Helgafellsbraut 23 1945, á Garðstöðum 1949.
Þau Anika giftu sig 1955. Þau bjuggu á Rauðafelli við Vestmannabraut 58b. Hún lést 1969.
Kristján bjó með Eddu stjúpdóttur sinni og manni hennar Jóni Ásgeirssyni á Rauðafelli til Goss 1973. Þá fluttu þau til Grindavíkur og þar bjó Kristján hjá þeim, en fluttist á hjúkrunarheimilið Víðihlíð þar 1994.
Kristján lést 2001.

I. Kona Kristjáns, (23. desember 1955), var Lydia Anika Einarsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1912 á Reynivöllum, d. 20. apríl 1969.
Dóttir Lydiu Aniku og stjúpdóttir Kristjáns var
1. Edda Einars Andrésdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1935, d. 6. desember 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.