Halldór Jónsson (Garðstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldór Jónsson frá Garðstöðum.

Halldór Jónsson frá Garðstöðum, sjómaður, vélstjóri, verkamaður fæddist 28. september 1908 á Löndum og lést 4. júlí 1976.
Foreldrar hans voru Jón Pálsson útvegsbóndi, ísláttarmaður, f. 24. apríl 1874 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 10. janúar 1954, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1887 í Keflavík, d. 9. júlí 1923.
Stjúpmóðir Halldórs var Margrét Sigurþórsdóttir, f. 2. janúar 1892 í Holtahreppi, Rang., d. 16. júlí 1962.

Börn Guðrúnar og Jóns:
1. Halldór Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
2. Ólafur Sigurður Jónsson bakarameistari í Reykjavík, f. 25. febrúar 1912 á Garðstöðum, d. 16. apríl 1988.
3. Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 17. mars 1914 á Garðstöðum, d. 16. júlí 1989.
4. Lilja Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 14. apríl 1916 á Garðstöðum, d. 22. október 1999.
5. Ágústa Helga Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 20. ágúst 1917 á Garðstöðum, d. 29. febrúar 2008.
6. Páll Eydal Jónsson slippstjóri, f. 6. desember 1919 á Garðstöðum, d. 27. október 1996.
7. Eyjólfur Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. mars 1922, d. 6. október 1959.
Börn Margrétar stjúpmóður Halldórs:
8. Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 28. júlí 1914, d. 5. júní 1988.
9. Kristján Thorberg Tómasson sjómaður, matreiðslumaður, f. 10. apríl 1916 á Seyðisfirði, d. 10. apríl 2001.
Fósturbarn Margrétar og Jóns Pálssonar:
10. Sigurður Grétar Karlsson frændi Margrétar, vélstjóri, f. 5. ágúst 1932, d. 1. maí 1951.

Guðrún móðir Halldórs lést, er hann var á fimmtánda árinu.
Hann var með föður sínum og Margréti stjúpu sinni, varð snemma sjómaður, lærði vélstjórn og var vélstjóri fjörutíu vertíðir.
Eftir að Halldór hætti sjómennsku gerðist hann starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja.
Þau Karólína Ágústa giftu sig 1940, bjuggu í Nýhöfn, Skólavegi 23 1938 við fæðingu Sveins, í Skálholti, Landagötu 22 við giftingu og við fæðingu Gunnars 1940. Þau bjuggu á Kalmanstjörn, Vestmannabraut 3 1945 og enn 1949, í Byggðarholti, Kirkjuvegi 9b 1972 og síðan á Heiðarvegi 49.
Halldór lést 1976 og Karólína Ágústa 1979.

I. Kona Halldórs, (18. október 1940), var Karólína Ágústa Sveinsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 19. nóvember 1919, d. 26. júní 1984.
Börn þeirra:
1. Sveinn Gunnþór Halldórsson, f. 2. maí 1938 á Skólavegi 23, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, kvæntur Þóru Birgit Bernódusdóttur, látin.
2. Gunnar Halldórsson, f. 9. janúar 1940 í Skálholti, vélstjóri, kranabílstjóri, kvæntur fyrr, skildu, Jóhanna W. Andersen, síðan Valdísi Magnúsdóttur.
3. Þórunn Dóra Halldórsdóttir, húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 22. júlí 1948 á Kalmanstjörn, gift Halldóri R. Martinez, látinn.
4. Grétar Halldórsson tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn, sjómaður, vélstjóri, d. 19. september 1987. Kona hans er Guðný Bóel Guðbjartsdóttir.
5. Andvana tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.