Jón Þorkelsson (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Jón Þorkelsson bóndi í Háakoti og á Grjótá í Fljótshlíð, síðar í dvöl í Norðurgarði, fæddist 1750 á Gjábakka í Eyjum og lést 22. nóvember 1824 í Norðurgarði.
Foreldrar hans eru ókunnir.

Jón var bóndi í Háakoti í Fljótshlíð 1801, á Grjótá þar 1816.
Hann fluttist úr Fljótshlíð að Kastala ásamt Sigþrúði dóttur sinni og Sveini Jónssyni syni hennar 1820, voru þar 1821 hann var hjá Jóni syni sínum í Norðurgarði 1823. Hann lést 1824.

I. Kona Jóns var Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1748 á Giljum í Hvolhreppi, d. 13. maí 1818.
Börn þeirra hér:
1. Sigþrúður Jónsdóttir húsfreyja í Þorlaugargerði, f. 1785, d. 8. mars 1860.
2. Ingibjörg Jónsdóttir í Þorlaugargerði, f. 16. júlí 1787, d. 16. júní 1862.
3. Jarþrúður Jónsdóttir húsfreyja í Nýlendu á Miðnesi á Reykjanesi, f. 25. júlí 1794, d. 4. júlí 1862.
4. Jón Jónsson bóndi í Norðurgarði f. 1. mars 1791, hrapaði til bana úr Stórhöfða 21. ágúst 1851.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.