Halldóra Magnúsdóttir (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldóra Magnúsdóttir.

Halldóra Magnúsdóttir kennari, skólastjóri fæddist 17. júlí 1948 í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Magnús Kristinn Randrup málari, f. 24. september 1926, d. 6. janúar 2006 og kona hans Auður Guðmundsdóttir húsfreyja, leikari, f. 10. október 1928, d. 5. ágúst 1998.

Halldór lauk gagnfræðaprófi í Hagaskóla í Rvk 1965, stundaði nám í ensku í Weybridge á Englandi 1965-1966, lauk kennaraprófi 1971. Hún fór námsför til Kaliforníu (með styrk frá Ford Foundation) til að kynnast kennslu og námsefnisgerð í samfélagsfræði, í nóvember 1974, var í diplomafjarnámi í stjórnun í K.H.Í. 1988-1990.
Hún kenndi í Æfinga- og tilraunaskóla K.H.Í. 1971-1972, í Fellaskóla í Rvk 1973-1976, í Barnaskólanum í Eyjum 1976-1982, skólastjóri Hamarsskólanum frá 1982-2006, bjó við Vestmannabraut 72, var í leyfi 2006-2007 og nam í kennaraháskólanum í Mandal við Gautaborg. Hún var kennari í Stóru-Vogaskóla í Vogum 2007-2016.
Hún vann í Búnaðarbanka Íslands 1966-1967, sat í stjórn Leikfélagsins í Eyjum 1980-1981, átti aðild að samstarfshópi um samfélagsfræði frá 1974-1976, var í stjórn Skólastjórafélags Íslands 1989-1994.
Rit:
Með mönnum og dýrum (ásamt öðrum), námsefni í samfélagsfræði, 1981.
Hún sat í ritnefnd Eyjablaðsins 1979-1980.
Leikgerð: Litla-Ljót (ásamt Eddu Antonsdóttur kennara), 1981.
Þau Guðmundur giftu sig 1969, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Alan giftu sig 1986, eignuðust eitt barn, en skildu.

I. Maður Halldóru, (10. ágúst 1969, skildu 1981), er Guðmundur Páll Ásgeirsson kennari, f. 21. júní 1947 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Magnús Jóhann Guðmundsson forritari í Gautaborg, f. 20. mars 1969. Kona hans Charlotte Johansson.
2. Hulda Ásgerður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur í Arisona í Bandaríkjunum, f. 20. ágúst 1972. Fyrrum maður hennar Bo Johan Ivarsson.

II. Maður Halldóru, (27. september 1986, skildu), er Alan Friðrik Allison (hét áður Alla Allison) frá Bretlandi, leiðbeinandi, bankastarfsmaður, sundlaugarvörður, f. 16. apríl 1951.
Barn þeirra:
3. Kristín Elísabet Allison, nemur fyrir doktorspróf í sameindalífefnafræði, f. 10. október 1987. Maður hennar Pétur Sveinbjörnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Halldóra.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.