Guðrún Brynjólfsdóttir (Stóra-Gerði)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja í Stóra-Gerði fæddist 1760 í Rotum u. Eyjafjöllum og lést 10. mars 1828 í Brekkuhúsi.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur bóndi á Söndum u. Eyjafjöllum og kona hans Birgit Eysteinsdóttir húsfreyja, f. 1719, d. 15. september 1803 í Eyjum.

Guðrún og Jón bjuggu á Kúfhóli í A-Landeyjum a.m.k. 1785-1788, á Bryggjum 1788-1792, í Krosshjáleigu (Hlaði) 1792-1802.
Þau voru komin að Stóra-Gerði 1803.
Guðrún ól þar eitt barn. Það dó úr ginklofa. Önnur börn ól hún í A-Landeyjum.
Guðrún var hjá Stíg syni sínum og Oddrúnu konu hans í Ömpuhjalli 1816 og í Brekkuhúsi 1827.
Hún lést 1828.

Maður Guðrúnar var Jón Magnússon bóndi í A-Landeyjum og Stóra-Gerði f. 1750, d. 4. júlí 1836.
Börn þeirra hér:
1. Brynjólfur Jónsson, skírður 12. júlí 1785, d. 13. október 1785.
2. Brynjólfur Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 28. mars 1787, d. 10. október 1859, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur.
3. Helga Jónsdóttir, f. 10. ágúst 1788, d. 29. desember 1788.
4. Magnús Jónsson, f. 27. júní 1790, d. 3. júlí 1790.
5. Magnús Jónsson, f. 21. október 1791, d. 25. nóvember 1791.
6. Stígur Jónsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 2. apríl 1793, d. 8. mars 1838, kvæntur Oddrúnu Sigurðardóttur húsfreyju.
7. Eysteinn Jónsson, f. 1. janúar 1795, d. 25. október 1800.
8. Þorsteinn Jónsson, f. 12. júlí 1796, d. 17. júlí 1796.
9. Bjarni Jónsson, skírður 29. júlí 1799, d. 6. september 1799.
10. Helga Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 21. febrúar 1801, d. 3. ágúst 1881, gift Gísla Ásmundssyni bónda.
11. Birgit Jónsdóttir, f. 7. október 1803 í Gerði, d. 12. október 1803 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.