Helga Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Helga Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 21. febrúar 1801 í Krosshjáleigu í A-Landeyjum og lést 3. ágúst 1881.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon bóndi í Krosshjáleigu (Hlaðhjáleigu), síðan í Stóra-Gerði, f. 1750 á Úlfsstöðum í A-Landeyjum, d. 4. júlí 1836 á Skíðbakka þar, og kona hans Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 1760, d. 10. mars 1828 í Brekkuhúsi.

Systkini Helgu í Eyjum voru:
1. Brynjólfur Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 28. mars 1787, d. 10. október 1859.
2. Stígur Jónsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 2. apríl 1793, d. 8. mars 1838.

Helga var hjá Stígi móðurbróður sínum í Ömpuhjalli 1816-1823, en 1823 og 1824 var hún vinnukona í Kornhól.
Þau Gísli giftu sig 1825, og á því ári voru þau í húsmennsku í Gerði hjá Halldóri bróður Gísla, 1835 var hún 34 ára húsfreyja á Vilborgarstöðum með Gísla á sama aldri, og 40 ára með Gísla þar 1840.
Á tímabilinu 1826-1841 ól Helga 11. börn og missti þau öll á fyrstu dögum eftir fæðingu.
1845 var hún 45 ára ekkja á Vilborgarstöðum.
1850 var hún 50 ára ekkja á Vilborgarstöðum með Sighvati Þóroddssyni 54 ára ekkli, fyrirvinnu.
1855 var hún 55 ára ekkja þar, lifði á sjávarafla og var þar með Bjarna Bjarnason 25 ára fyrirvinnu.
Hún var enn á Vilborgarstöðum 1860, lifði á handafla sínum, og sjötug ekkja þar 1870 og lifði á vinnu sinni, en 1880 var hún niðursetningur í Jómsborg hjá Jórunni Austmann og síðari manni hennar Engilbert Engilbertssyni.
Hún lést 1881.

I. Barnsfaðir Helgu var Sigurður Jónsson, þá vinnumaður í Kornhól, síðar bóndi á Miðhúsum, f. 15. september 1787, d. 20. júní 1863.
Barn þeirra var
1. Sigurður Sigurðsson, f. 1. mars 1823, d. 7. mars 1823 úr ginklofa.

II. Maður Helgu, (15. nóvember 1825), var Gísli Ásmundsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1801, d. 23. maí 1844.
Börn þeirra hér:
2. Bergur Gíslason, f. 13. maí 1825, d. 21. maí 1825 úr ginklofa.
3. Eysteinn Gíslason, f. 6. ágúst 1826, d. 15. ágúst 1826 „úr Barnaveiki“, líklega ginklofi.
4. Jón Gíslason, f. 24. október 1827, d. 11. nóvember 1827 „úr Barnaveiki“, líklega ginklofi.
5. Kolfinna Gísladóttir, f. 22. nóvember 1829, d. 29. nóvember 1829 „úr Barnaveiki“, líklega ginklofi.
6. Ingibjörg Gísladóttir, f. 31. maí 1831, d. 10. júní 1831.
7. Birgette Gísladóttir, f. 8. nóvember 1832, d. 19. nóvember 1832 úr ginklofa.
8. Gísli Gíslason, f. 27. maí 1834, d. 11. júní 1834 „úr Barnaveiki“, líklega ginklofi.
9. Steinunn Gísladóttir, f. 30. september 1835, d. 9. október 1835 „úr Barnaveiki“, líklega ginklofi.
10. Jón Gíslason, f. 5. nóvember 1836, d. 14. nóvember 1836 „af Barnaveikindum“.
11. Stígur Gíslason, f. 6. mars 1839, d. 13. mars 1839 úr ginklofa.
12. Gísli Gíslason, f. 13. júlí 1840, d. 21. júlí 1840 úr ginklofa.
13. Þórey Gísladóttir, f. 24. september 1841, d. 28. september 1841 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.