Össur Kristinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Össur Kristinsson.

Össur Kristinsson er fæddur á Dalvík 1. júní 1945. Foreldrar hans voru Svanbjörg Jónsdóttir, húsmóðir og Kristinn Þorleifsson, sjómaður og netagerðarmaður.

Össur gekk í Barna- og unglingaskóla Dalvíkur og varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, stærðfræðideild, 1965. Hann lauk prófi í efnafræði frá Háskólanum í Hamborg 1971.

Össur fluttist til Vestmannaeyja 1972 og starfaði þar sem forstöðumaður Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins til 1978. Hann gerðist fljótlega félagi í Taflfélagi Vestmannaeyja og varð Skákmeistari Vestmannaeyja árið 1974. Hann var formaður Taflfélags Vestmannaeyja í fimm ár frá 1974-79. Hann flutti frá Eyjum 1978 til Akraness, en þaðan til Hafnarfjarðar. Össur var í Taflfélagi Akraness á sínum tíma en hefur teflt með Skákdeild Hauka síðustu ár, en er einnig virkur í skákiðkun eldri borgara í Reykjavík.
Eiginkona Össurar er Berglind Andrésdóttir og eiga þau saman 3 börn.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Össur Kristinsson frá Dalvík, efnafræðingur fæddist þar 1. júní 1945.
Foreldrar hans voru Kristinn Hartmann Þorleifsson, sjómaður, netagerðarmeistari, f. 6. ágúst 1924 á Hóli á Upsaströnd í Svarfaðardaslshreppi, Ey., d. 1. apríl 2013, og kona hans Svanbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1924, d. 18. maí 2003.

Össur varð stúdent í MA 1965, lauk prófi í efnafræði í Universität Hamburg 1971.
Hann var sérfræðingur við Rannsókastofnun fiskiðnaðarins í Eyjum 1971-1978, framleiðslustjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu á Grundartanga 1978-1982, deildarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1982-1992, deildarstjóri á gæðastjórnunarsviði Fiskistofu frá 1993.
Þau Berglind giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hólagata 45 1972, en lögheimil þeirra var við Bárustíg 6.

I. Kona Össurar, (30. desember 1966), er Ólafía Berglind Andrésdóttir frá Rvk, húsfreyja, f. 16. janúar 1946.
Börn þeirra:
1. Birgir Össurarson, á Dalvík, f. 24. september 1967 í Rvk. Kona hans Birna Björnsdóttir Blöndal.
2. Björg Össurardóttir, í Hafnarfirði, 22. maí 1971 í Þýskalandi. Maður hennar Einar Einarsson.
3. Sigrún Össurardóttir, á Akranesi, f. 22. ágúst 1979 á Akranesi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.