„Sveinn Hjaltason (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sveinn Hjaltason (Vesturhúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 20: Lína 20:
Kona Sveins Hjaltasonar var [[Kristín Jónsdóttir (Vesturhúsum)|Kristín Jónsdóttir]] húsfreyja, f. 27. ágúst 1817, d. 8. október 1859.<br>
Kona Sveins Hjaltasonar var [[Kristín Jónsdóttir (Vesturhúsum)|Kristín Jónsdóttir]] húsfreyja, f. 27. ágúst 1817, d. 8. október 1859.<br>
Börn þeirra hér:<br>
Börn þeirra hér:<br>
1. [[Margrét Sveinsdóttir (Vesturhúsum)|Margrét Sveinsdóttir]], f. 1847, vinnukona í [[Jómsborg]], d. 30. maí 1882, hrapaði úr [[Dalfjall]]i.<br>
1. [[Margrét Sveinsdóttir (Vesturhúsum)|Margrét Sveinsdóttir]], f. 5. ágúst  1848, vinnukona í [[Jómsborg]], d. 30. maí 1882, hrapaði úr [[Dalfjall]]i.<br>
2. Þorbjörg Sveinsdóttir, f. 7. febrúar 1850, d. 18. júlí 1851 úr „barnaveikindum“.<br>
2. Þorbjörg Sveinsdóttir, f. 7. febrúar 1850, d. 18. júlí 1851 úr „barnaveikindum“.<br>
3. Filippus Sveinsson, f. 3. október 1851, d. 23. október 1851 „af barnaveiki“.<br>
3. Filippus Sveinsson, f. 3. október 1851, d. 23. október 1851 „af barnaveiki“.<br>

Útgáfa síðunnar 18. mars 2014 kl. 21:57

Sveinn Hjaltason bóndi og lóðs á Vesturhúsum fæddist 3. desember 1815 í Mýrdal og lést 23. júni 1879 í Norðurgarði.
Foreldrar hans voru Hjalti Filippusson bóndi í Skarðshjáleigu í Mýrdal, f. 1781, d. 16. janúar 1825 í Skarðshjáleigu, og kona hans Gyðríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1785, d. 3. janúar 1859 á Vesturhúsum.

Systkini Sveins í Eyjum voru:
1. Sigríður Hjaltadóttir vinnukona í Nýjabæ, f. 9. ágúst 1818.
2. Filippus Hjaltason vinnumaður í Nöjsomhed, f. 12. maí 1820.
3. Eyjólfur Hjaltason (Löndum)Eyjólfur Hjaltason á Löndum, sjávarbóndi 1870, bókbindari í Kornhól, f. 19. desember 1821.
Hálfbræður Sveins, synir Gyðríðar og Þorkels Jónssonar síðari manns hennar:
4. Jón Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, tómthúsmaður í Grímshjalli, f. 18. september 1826.
5. Guðmundur Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, f. 2. mars 1828, d. 7. mars 1859.

Sveinn var hjá foreldrum sínum í Skarðshjáleigu 1816 til 1828/9, en fór þá að Pétursey í Mýrdal. Hann var vinnudrengur á Vatnsskarðshólum þar 1832-35, vinnumaður á Dyrhólum þar 1835-37, síðan á Fitjarmýri u. Eyjafjöllum.
Hann var kominn til Eyja 1845 og var þá vinnumaður í Nöjsomhed og þar var Kristín Jónsdóttir vinnukona.
Sveinn var kvæntur bóndi og lóðs á Vesturhúsum 1850 til 1859, er hann missti Kristínu konu sína.
Hann var ekkill á Vesturhúsum 1860 með börnin Margréti og Gunnar hjá sér, og bústýra hans var Ingibjörg Ólafsdóttir frá Unhól í Holtum, f. 21. júlí 1829.
Hann var húsráðandi og sjávarbóndi þar 1870. Ingibjörg var bústýra hans. Hjá honum var Margrét dóttir hans 22 ára. Vinnufólk var Eyvindur Jónsson ekkill 46 ára með son sinn Eyvind 5 ára, (mun vera sá, sem var bóndi í Dúðu í Fljótshlíð 1860. Hann kom til Eyja 1870 úr Sigluvíkursókn með Eyvind son sinn). Þar var einnig Runólfur Magnússon lausamaður, sem „lifir af vinnu sinni“ . Líka var þar niðursetningurinn Hjálmar Ísaksson 10 ára.
Sveinn var meðal brottfluttra 1874, frá Norðurgarði til Gullbringusýslu og kom þaðan 1877.
Sveinn lést 1879 í Norðurgarði.

Kona Sveins Hjaltasonar var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1817, d. 8. október 1859.
Börn þeirra hér:
1. Margrét Sveinsdóttir, f. 5. ágúst 1848, vinnukona í Jómsborg, d. 30. maí 1882, hrapaði úr Dalfjalli.
2. Þorbjörg Sveinsdóttir, f. 7. febrúar 1850, d. 18. júlí 1851 úr „barnaveikindum“.
3. Filippus Sveinsson, f. 3. október 1851, d. 23. október 1851 „af barnaveiki“.
4. Gyðríður Sveinsdóttir, f. 2. febrúar 1853, d. 16. mars 1853 úr „barnaveikindum“.
5. Filippína Sveinsdóttir, f. 10. mars 1854, d. 17. mars 1854 „af barnaveiki“.
6. Gunnar Sveinsson, f. 2. júlí 1857, d. 8. október 1863 „af taksótt“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.