„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1993/Vestmannaeyjaflotinn og eldgosið 1973“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 13: Lína 13:
Sjálfa gosnóttina fóru 4.300 til 4.500 manns með bátunum til lands en strax í upphafi eldgossins var ekki talið forsvaranlegt annað en að allir bæjarbúar yfirgæfu umsvifalaust bæinn og fluttir til lands. Um nóttina voru gefin út ströng fyrirmæli þar að lútandi.<br>
Sjálfa gosnóttina fóru 4.300 til 4.500 manns með bátunum til lands en strax í upphafi eldgossins var ekki talið forsvaranlegt annað en að allir bæjarbúar yfirgæfu umsvifalaust bæinn og fluttir til lands. Um nóttina voru gefin út ströng fyrirmæli þar að lútandi.<br>
Margir bátarnir létu úr höfn yfirfullir af fólki, en allt fór vel. Það má sérstakt teljast að engin slys eða óhöpp urðu á fólki þessa nótt.<br>
Margir bátarnir létu úr höfn yfirfullir af fólki, en allt fór vel. Það má sérstakt teljast að engin slys eða óhöpp urðu á fólki þessa nótt.<br>
Sem dæmi um fjölda fólks með sumum bátunum má geta þess að með m/b [[Gjafar VE-300|Gjafari VE 300, um þrjú hundruð lesta bát, fóru 430 manns. Þetta glæsilega skip, afburðasjóskip og mikið aflaskip undir stjórn [[Rafn Kristjánsson|Rafns heitins Kristjánssonar]], fórst síðar á vertíðinni 1973 við innsiglinguna til Grindavíkur, en mannbjörg varð. Í bók minni „Vestmannaeyjar—Byggð og eldgos“ sem hér er stuðst við segir m.a. um þessa ferð með m/b Gjafari:<br>
Sem dæmi um fjölda fólks með sumum bátunum má geta þess að með m/b [[Gjafar VE-300|Gjafari VE 300]], um þrjú hundruð lesta bát, fóru 430 manns. Þetta glæsilega skip, afburðasjóskip og mikið aflaskip undir stjórn [[Rafn Kristjánsson|Rafns heitins Kristjánssonar]], fórst síðar á vertíðinni 1973 við innsiglinguna til Grindavíkur, en mannbjörg varð. Í bók minni „Vestmannaeyjar—Byggð og eldgos“ sem hér er stuðst við segir m.a. um þessa ferð með m/b Gjafari:<br>
„Það er undravert, hve margt fólk komst með bátnum. Þar var fólk í hverjum kima. Uppstilling fjala í lestinni, sem hólfa hana niður, var tekin í burtu og síðan hópaðist fólkið ofan í lest. Fólk var í borðsal, í göngum, klefum aftur í og fram í. Á aðalþilfari, bátaþilfari og í nótakassa stóð hópur fólks.“<br>
„Það er undravert, hve margt fólk komst með bátnum. Þar var fólk í hverjum kima. Uppstilling fjala í lestinni, sem hólfa hana niður, var tekin í burtu og síðan hópaðist fólkið ofan í lest. Fólk var í borðsal, í göngum, klefum aftur í og fram í. Á aðalþilfari, bátaþilfari og í nótakassa stóð hópur fólks.“<br>
[[Guðjón Herjólfsson]] frá [[Einland|Einlandi]], sem var einn farþega, lýsti ferðinni til Þorlákshafnar þannig: „Við stóðum uppi á bátapalli, og þar stóð fólk eins þétt og komst. Við stóðum svo þétt saman, að enginn gat hreyft sig alla leiðina til Þorlákshafnar, en ferðin þangað tók rúma fjóra tíma. Það sem hjálpaði var lognið, en það var sjóveikiveður og þungur sjór. Á aðalþilfari var fullt af fólki, en sem betur fer var engin ágjöf. Gjafar var kominn til Þorlákshafnar klukkan rúmlega sjö um morguninn.“
[[Guðjón Herjólfsson]] frá [[Einland|Einlandi]], sem var einn farþega, lýsti ferðinni til Þorlákshafnar þannig: „Við stóðum uppi á bátapalli, og þar stóð fólk eins þétt og komst. Við stóðum svo þétt saman, að enginn gat hreyft sig alla leiðina til Þorlákshafnar, en ferðin þangað tók rúma fjóra tíma. Það sem hjálpaði var lognið, en það var sjóveikiveður og þungur sjór. Á aðalþilfari var fullt af fólki, en sem betur fer var engin ágjöf. Gjafar var kominn til Þorlákshafnar klukkan rúmlega sjö um morguninn.“
Lína 25: Lína 25:
Frá 29. janúar var farþegaskipið Gullfoss til taks við Vestmannaeyjar og lá á ytri höfninni eða innan við [[Eiði]]. Hinn 3. febrúar flutti skipið 300 örþreytta björgunarliða til Reykjavíkur. Þeir höfðu komið til björgunarstarfa til Eyja um viku eftir að gosið hófst.<br>
Frá 29. janúar var farþegaskipið Gullfoss til taks við Vestmannaeyjar og lá á ytri höfninni eða innan við [[Eiði]]. Hinn 3. febrúar flutti skipið 300 örþreytta björgunarliða til Reykjavíkur. Þeir höfðu komið til björgunarstarfa til Eyja um viku eftir að gosið hófst.<br>
Eftir að þessum fólks- og búslóðaflutningum lauk tók við ein erfiðasta vetrarvertíð sem hafði komið í manna minnum með stórviðrum og skipssköðum í febrúar.<br>
Eftir að þessum fólks- og búslóðaflutningum lauk tók við ein erfiðasta vetrarvertíð sem hafði komið í manna minnum með stórviðrum og skipssköðum í febrúar.<br>
Um þessa flutninga skrifaði [[Steingrímur Pálsson]], þá blaðamaður á Tímanum, hinn 1. febrúar: „Sjómennirnir á Vestmannaeyjabátunum hafa unnið afreksverk, sem ekki hefur mjög verið á lofti haldið, við björgun verðmæta, sem væru í hættu úti í Eyjum af völdum vikurregns, ef atorku þeirra og þrautseigj;: hefði ekki notið við. Þessir menn hafa hvorki notið svefns né hvíldar og bátar þeirra hafa aldrei stöðvazt, nema meðan beðið var fermingar og affermingar. Skipstjórnarmenn og vélstjórar sem og raunar hásetar eru nú gersamlega úrvinda af svefnleysi og þreytu eftir margra sólarhringa vöku og vinnu og flestir að niðurlotum komnir, þótt ekki hafi þeir látið neinn bilbug á sér finna.“
Um þessa flutninga skrifaði [[Steingrímur Pálsson]], þá blaðamaður á Tímanum, hinn 1. febrúar: „Sjómennirnir á Vestmannaeyjabátunum hafa unnið afreksverk, sem ekki hefur mjög verið á lofti haldið, við björgun verðmæta, sem væru í hættu úti í Eyjum af völdum vikurregns, ef atorku þeirra og þrautseigju: hefði ekki notið við. Þessir menn hafa hvorki notið svefns né hvíldar og bátar þeirra hafa aldrei stöðvazt, nema meðan beðið var fermingar og affermingar. Skipstjórnarmenn og vélstjórar sem og raunar hásetar eru nú gersamlega úrvinda af svefnleysi og þreytu eftir margra sólarhringa vöku og vinnu og flestir að niðurlotum komnir, þótt ekki hafi þeir látið neinn bilbug á sér finna.“
Á fyrstu mánuðum eldgossins dreifðust Vestmanneyingar um allt land, en bátarnir lönduðu á vertíðinni í verstöðvum og höfnum á suðvesturhorni landsins. Hjá sjómönnum bátanna var vetrarvertíðin 1973 ógæftasöm og erfið, en þegar í land kom beið margra heimilismanna verbúðalíf fjarri fjölskyldum sínum.
Á fyrstu mánuðum eldgossins dreifðust Vestmanneyingar um allt land, en bátarnir lönduðu á vertíðinni í verstöðvum og höfnum á suðvesturhorni landsins. Hjá sjómönnum bátanna var vetrarvertíðin 1973 ógæftasöm og erfið, en þegar í land kom beið margra heimilismanna verbúðalíf fjarri fjölskyldum sínum.
Öllum Vestmanneyingum var veturinn 1973 ákaflega erfiður og langur.<br>
Öllum Vestmanneyingum var veturinn 1973 ákaflega erfiður og langur.<br>

Núverandi breyting frá og með 7. apríl 2017 kl. 09:30

GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON

:

VESTMANNAEYJAFLOTINN OG ELDGOSIÐ 1973


Á þessu ári eru 20 ár síðan eldgosið á Heimaey dundi á Vestmanneyingum. Það fer vel á því að minnast framlags Vestmannaeyjaflotans og sjómanna í sambandi við eldgosið, en þess mun ætíð verða minnst.
Fiskiskipafloti Eyjamanna, sem var þá eingöngu vertíðarbátar, var allur í höfn þegar eldur varð uppi. Bátarnir lágu inni vegna mikils óveðurs af suðaustri sem var daginn áður og stóð yfir allt fram undir kl. 10 kvöldið fyrir gosið. Eldgosið hófst kl. um hálf tvö aðfaranótt 23. janúar 1973, en þá sáust fyrstu neistar eldgossins frá Kirkjubóli sem var eitt húsa í bæjar- og húsaþyrpingu Kirkjubæja sem voru austust húsa á Heimaey.
Um þetta sagði Kristján heitinn Kristófersson á Kirkjubóli er ásamt eiginkonu sinni, Þóru Valdimarsdóttur sem enn lifir, var sjónarvottur að því þegar byrjaði að gjósa: „...en fyrstu sekúndurnar var þetta ekki svo mikið að sjá og við horfðum á þetta hjónin. Þetta var svona eins og þegar búið er að kveikja í góðum bletti í sinu, og þetta stóð yfir í augnablik. ...Ég hugsa að það hafi liðið að minnsta kosti um tuttugu mínútur frá því að við sáum fyrsta neistann og þar til sprungan hafði opnað sig.“
Þorbirni Guðjónssyni bónda á Kirkjubæ virtist gosið fyrst í stað sem smástrókur, en síðan rifnaði jörðin í átt til sjávar og suður um Litlufell til [[Stakkabótar þar sem enn má sjá vegsummerkin. „Þetta var eins og kveikt væri á kertum“, sagði Þorbjörn heitinn.
Fyrstu gosnóttina var um tíma álitið að flugvöllurinn væri algjörlega ónothæfur og aðeins fær litlum flugvélum þar eð yfir þveran flugvöllinn lægi sprunga og grjót og mikil aska og gosefni hefðu fallið á flugvöllinn.
Sjúklingar af Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og gamalmenni höfðu auðvitað allan forgang um flutning með flugvélum.
Það varð því að setja allt traust á bátaflotann með flutning á fólki frá hættusvæði náttúruhamfaranna.
Með bátaflotanum fóru þessa örlaganótt fram mestu fólksflutningar Íslandssögunnar.
Sjálfa gosnóttina fóru 4.300 til 4.500 manns með bátunum til lands en strax í upphafi eldgossins var ekki talið forsvaranlegt annað en að allir bæjarbúar yfirgæfu umsvifalaust bæinn og fluttir til lands. Um nóttina voru gefin út ströng fyrirmæli þar að lútandi.
Margir bátarnir létu úr höfn yfirfullir af fólki, en allt fór vel. Það má sérstakt teljast að engin slys eða óhöpp urðu á fólki þessa nótt.
Sem dæmi um fjölda fólks með sumum bátunum má geta þess að með m/b Gjafari VE 300, um þrjú hundruð lesta bát, fóru 430 manns. Þetta glæsilega skip, afburðasjóskip og mikið aflaskip undir stjórn Rafns heitins Kristjánssonar, fórst síðar á vertíðinni 1973 við innsiglinguna til Grindavíkur, en mannbjörg varð. Í bók minni „Vestmannaeyjar—Byggð og eldgos“ sem hér er stuðst við segir m.a. um þessa ferð með m/b Gjafari:
„Það er undravert, hve margt fólk komst með bátnum. Þar var fólk í hverjum kima. Uppstilling fjala í lestinni, sem hólfa hana niður, var tekin í burtu og síðan hópaðist fólkið ofan í lest. Fólk var í borðsal, í göngum, klefum aftur í og fram í. Á aðalþilfari, bátaþilfari og í nótakassa stóð hópur fólks.“
Guðjón Herjólfsson frá Einlandi, sem var einn farþega, lýsti ferðinni til Þorlákshafnar þannig: „Við stóðum uppi á bátapalli, og þar stóð fólk eins þétt og komst. Við stóðum svo þétt saman, að enginn gat hreyft sig alla leiðina til Þorlákshafnar, en ferðin þangað tók rúma fjóra tíma. Það sem hjálpaði var lognið, en það var sjóveikiveður og þungur sjór. Á aðalþilfari var fullt af fólki, en sem betur fer var engin ágjöf. Gjafar var kominn til Þorlákshafnar klukkan rúmlega sjö um morguninn.“ Hrafnhildur Helgadóttir, kona Jóns Bryngeirssonar á Búastöðum, var um borð í Gjafari með þrjú börn þeirra, tvo drengi, átta og sex ára, og telpu þriggja ára. Þær sátu tíu konur niðri í klefa með börn.
„Loftið var ægilegt þarna niðri“ segir Hrafnhildur, „einkum þegar sjóveikin fór að gera vart við sig.“
Skipstjóri á Gjafari var Hilmar Rósmundsson, þekktur aflamaður og sjómaður í Eyjum.
Nokkrir bátar af sömu stærð og Gjafar voru með 200 til 250 manns um borð.
Okkar gamli og góði sóknarprestur, sr. Þorsteinn Lúther Jónsson, lýsti síðar um veturinn gosnóttinni í stólræðu: „Ég sá þessa nótt marga og ógleymanlega sjón, svo sem mæður og feður í yfirfullum bátum sitja eða standa með börn sín á handleggnum í ylgjuþungum sjó. Hvergi heyrðist æðruorð, ekki einu sinni barnsgrátur. Það sem heyrðist var samtal um það sem var að gerast með þeirri ró sem einkennir tal manna um daginn og veginn og ósjaldan heyrði ég upplífgandi gamanyrði.“
Umferð skipa og báta var eðlilega mikil og þörf á að sýna alla aðgát, bæði við siglinguna frá Eyjum og komuna til Þorlákshafnar. Það þótti því mikil mildi að engin slys urðu á fólki eða skipum í þungum sjó þessa örlaganótt á flótta undan miklum náttúruhamförum. Þessa nótt átti eins og fyrri daginn við hið fornkveðna „Að veldur hver á heldur.“ Um borð í bátunum voru góðir sjómenn og reyndir skipstjórar sem voru þaulvanir að stjórna skipum og leggja að baujum og bryggjum í misjöfnum sjó.
Eftir að fólksflutningum lauk fyrstu gosnóttina, 23. janúar, fóru Vestmannaeyjabátar í flutninga með búslóðir fólks og voru í þeim flutningum til Reykjavíkur og Þorlákshafnar sólarhringum saman. Sumir bátanna fluttu á tæpri viku nærri því eitt hundrað búslóðir frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar. Strandferðaskipin Herjólfur og Hekla voru einnig í stanslausum flutningum og fluttu bíla og búslóðir. Í Þorlákshöfn og Reykjavík var þjálfað lið til þess að afferma skipin, m.a. allir nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík undir stjórn kennara sinna.
Frá 29. janúar var farþegaskipið Gullfoss til taks við Vestmannaeyjar og lá á ytri höfninni eða innan við Eiði. Hinn 3. febrúar flutti skipið 300 örþreytta björgunarliða til Reykjavíkur. Þeir höfðu komið til björgunarstarfa til Eyja um viku eftir að gosið hófst.
Eftir að þessum fólks- og búslóðaflutningum lauk tók við ein erfiðasta vetrarvertíð sem hafði komið í manna minnum með stórviðrum og skipssköðum í febrúar.
Um þessa flutninga skrifaði Steingrímur Pálsson, þá blaðamaður á Tímanum, hinn 1. febrúar: „Sjómennirnir á Vestmannaeyjabátunum hafa unnið afreksverk, sem ekki hefur mjög verið á lofti haldið, við björgun verðmæta, sem væru í hættu úti í Eyjum af völdum vikurregns, ef atorku þeirra og þrautseigju: hefði ekki notið við. Þessir menn hafa hvorki notið svefns né hvíldar og bátar þeirra hafa aldrei stöðvazt, nema meðan beðið var fermingar og affermingar. Skipstjórnarmenn og vélstjórar sem og raunar hásetar eru nú gersamlega úrvinda af svefnleysi og þreytu eftir margra sólarhringa vöku og vinnu og flestir að niðurlotum komnir, þótt ekki hafi þeir látið neinn bilbug á sér finna.“ Á fyrstu mánuðum eldgossins dreifðust Vestmanneyingar um allt land, en bátarnir lönduðu á vertíðinni í verstöðvum og höfnum á suðvesturhorni landsins. Hjá sjómönnum bátanna var vetrarvertíðin 1973 ógæftasöm og erfið, en þegar í land kom beið margra heimilismanna verbúðalíf fjarri fjölskyldum sínum. Öllum Vestmanneyingum var veturinn 1973 ákaflega erfiður og langur.

Guðjón Ármann Eyjólfsson