Sigríður Guðmundsdóttir (Boðaslóð)

From Heimaslóð
Revision as of 12:09, 17 February 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Sigríður Guðmundsdóttir.

Sigríður Guðmundsdóttir (Besta) húsfreyja, ritari fæddist 20. ágúst 1931 í Reykjavík og lést 14. nóvember 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jóhannsson blikksmíðameistari, félagsmálaráðunautur, f. 16. ágúst 1907, d. 7. maí 1989, og Gíslína Sigurrós Þórðardóttir húsfreyja, f. 3. október 1907, d. 9. maí 1993.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Sigríður var ritari hjá bæjarfógeta í Eyjum, síðar hjá sýslumanninum í Hafnarfirði og síðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.
Þau Sigurgeir giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Urðavegi 18 (Fagurlyst-litlu), en síðan á Boðaslóð 19.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1990, en bjuggu síðast í Fannborg 8 í Kópavogi.
Sigríður lést 2008 og Sigurgeir 2018.

I. Maður Sigríðar, (20. október 1951), var Sigurgeir Jóhannsson sjómaður, matreiðslumeistari, f. 14. maí 1927, d. 11. júní 2018.
Börn þeirra:
1. Ólafur Sævar Sigurgeirsson kennari, innkaupastjóri, f. 10. febrúar 1952 í Reykjavík, d. 2. febrúar 1995. Barnsmóðir hans er Valgerður Sveinsdóttir. Kona has var Auður Tryggvadóttir, látin.
2. Kristín Sigurgeirsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, Lindasmára 22 í Kópavogi, f. 21. febrúar 1957. Maður hennar Unnsteinn Jónsson.
3. Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir húsfreyja, Blikaási 12 í Hafnarfirði, f. 8. júlí 1966. Maður hennar Steinar Ó. Stephensen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.