„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Sigurður Breiðfjörð og sýslumannsdóttirin“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2: Lína 2:
<big><big><center>Sigurður Breiðfjörð og sýslumannsdóttirin.</center></big></big>
<big><big><center>Sigurður Breiðfjörð og sýslumannsdóttirin.</center></big></big>
<br>
<br>
Þegar [[Ragnheiður Gísladóttir (Svaðkoti)|Ragnheiður Gísladóttir]], sem síðar varð kona [[Bjarni Ólafsson (Svaðkoti)|Bjarna Ólafssonar]], bónda í [[Svaðkot]]i, kom fyrst út í Eyjar um tvítugs aldur, var hún vinnukona hjá [[Sigurður Torfason|Sigurði Torfasyni]], hreppstjóra á [[Búastaðir vestri|Vestri-Búastöðum]]. Í austurbænum, hjá [[Páll Jensson (Búastöðum)|Páli Jenssyni]], var þá niðursetningur, sýslumannsdóttir ein, sem [[Arnfríður Jónsdóttir (Oddsstöðum)|Arnfríður]] hét. Var hún um þær mundir orðin gömul og afskræmd. Var hún haldin geðbilun, sem hún fekk með afskaplegum köstum, en alllangt var milli þeirra. Þegar Arnfríður var með fullu ráði, var hún bráðskemmtileg. Hafði hún fallega söngrödd og var gædd góðum gáfum. Hún hafði fagurt, glóbjart hár, en reytti það af sér, þegar geðveikiköstin gripu hana. Þeim Ragnheiði varð vel til vina, og sagði hún henni hvernig viljað hafði til, að hún varð geðveik. <br>
Þegar [[Ragnheiður Gísladóttir (Svaðkoti)|Ragnheiður Gísladóttir]], sem síðar varð kona [[Bjarni Ólafsson (Svaðkoti)|Bjarna Ólafssonar]], bónda í [[Svaðkot]]i, kom fyrst út í Eyjar um tvítugs aldur, var hún vinnukona hjá [[Sigurður Torfason (hreppstjóri)|Sigurði Torfasyni]], hreppstjóra á [[Búastaðir vestri|Vestri-Búastöðum]]. Í austurbænum, hjá [[Páll Jensson (Búastöðum)|Páli Jenssyni]], var þá niðursetningur, sýslumannsdóttir ein, sem [[Arnfríður Jónsdóttir (Oddsstöðum)|Arnfríður]] hét. Var hún um þær mundir orðin gömul og afskræmd. Var hún haldin geðbilun, sem hún fekk með afskaplegum köstum, en alllangt var milli þeirra. Þegar Arnfríður var með fullu ráði, var hún bráðskemmtileg. Hafði hún fallega söngrödd og var gædd góðum gáfum. Hún hafði fagurt, glóbjart hár, en reytti það af sér, þegar geðveikiköstin gripu hana. Þeim Ragnheiði varð vel til vina, og sagði hún henni hvernig viljað hafði til, að hún varð geðveik. <br>
Þegar Arnfríður var um tvítugt, var hún enn á [[Vesturhús]]um hjá móður sinni, sem þá var fyrir löngu orðin ekkja. Var Arnfríður þá trúlofuð trésmið nokkrum, sem um þær mundir var í Kaupmannahöfn til þess að fullnuma sig í trésmíði. Sýndi Arnfríður Ragnheiði bréfin frá honum, sem hún átti ennþá. — Um þetta leyti var [[Sigurður Breiðfjörð]], skáld, beykir við [[Garðurinn|Garðsverzlun]] í Vestmannaeyjum. Vildi hann ganga að eiga móður Arnfríðar, og var mjög umhugað um að sá ráðahagur tækist. Arnfríður setti sig á móti því, að móðir hennar giftist Sigurði, og varð það til þess að allt það ráð fór út um þúfur. Reiddist Sigurður Arnfríði heiftarlega og hótaði henni því, að hann skyldi hefna sín grimmilega fyrir aðgjörðir hennar. Nokkru síðar var Arnfríður að reiða fisk úr fjöru upp í fiskigarð. Á leiðinni féll hún niður, og fannst þar skömmu síðar meðvitundarlaus. Eftir þetta var hún í köstum sturluð á geði. Sagðist henni svo frá, að sér hefði fundizt einhver þungi koma yfir sig, áður en hún féll meðvitundarlaus til jarðar, og taldi hún, að það hefði verið sending frá Sigurði Breiðfjörð, í hefndar skyni.<br>
Þegar Arnfríður var um tvítugt, var hún enn á [[Vesturhús]]um hjá móður sinni, sem þá var fyrir löngu orðin ekkja. Var Arnfríður þá trúlofuð trésmið nokkrum, sem um þær mundir var í Kaupmannahöfn til þess að fullnuma sig í trésmíði. Sýndi Arnfríður Ragnheiði bréfin frá honum, sem hún átti ennþá. — Um þetta leyti var [[Sigurður Breiðfjörð]], skáld, beykir við [[Garðurinn|Garðsverzlun]] í Vestmannaeyjum. Vildi hann ganga að eiga móður Arnfríðar, og var mjög umhugað um að sá ráðahagur tækist. Arnfríður setti sig á móti því, að móðir hennar giftist Sigurði, og varð það til þess að allt það ráð fór út um þúfur. Reiddist Sigurður Arnfríði heiftarlega og hótaði henni því, að hann skyldi hefna sín grimmilega fyrir aðgjörðir hennar. Nokkru síðar var Arnfríður að reiða fisk úr fjöru upp í fiskigarð. Á leiðinni féll hún niður, og fannst þar skömmu síðar meðvitundarlaus. Eftir þetta var hún í köstum sturluð á geði. Sagðist henni svo frá, að sér hefði fundizt einhver þungi koma yfir sig, áður en hún féll meðvitundarlaus til jarðar, og taldi hún, að það hefði verið sending frá Sigurði Breiðfjörð, í hefndar skyni.<br>
<small>(Eftir sögn [[Guðríður Bjarnadóttir|Guðríðar Bjarnadóttur]])</small>
<small>(Eftir sögn [[Guðríður Bjarnadóttir|Guðríðar Bjarnadóttur]])</small>
{{Sögur og sagnir}}
{{Sögur og sagnir}}

Núverandi breyting frá og með 14. nóvember 2013 kl. 12:56


Sigurður Breiðfjörð og sýslumannsdóttirin.


Þegar Ragnheiður Gísladóttir, sem síðar varð kona Bjarna Ólafssonar, bónda í Svaðkoti, kom fyrst út í Eyjar um tvítugs aldur, var hún vinnukona hjá Sigurði Torfasyni, hreppstjóra á Vestri-Búastöðum. Í austurbænum, hjá Páli Jenssyni, var þá niðursetningur, sýslumannsdóttir ein, sem Arnfríður hét. Var hún um þær mundir orðin gömul og afskræmd. Var hún haldin geðbilun, sem hún fekk með afskaplegum köstum, en alllangt var milli þeirra. Þegar Arnfríður var með fullu ráði, var hún bráðskemmtileg. Hafði hún fallega söngrödd og var gædd góðum gáfum. Hún hafði fagurt, glóbjart hár, en reytti það af sér, þegar geðveikiköstin gripu hana. Þeim Ragnheiði varð vel til vina, og sagði hún henni hvernig viljað hafði til, að hún varð geðveik.
Þegar Arnfríður var um tvítugt, var hún enn á Vesturhúsum hjá móður sinni, sem þá var fyrir löngu orðin ekkja. Var Arnfríður þá trúlofuð trésmið nokkrum, sem um þær mundir var í Kaupmannahöfn til þess að fullnuma sig í trésmíði. Sýndi Arnfríður Ragnheiði bréfin frá honum, sem hún átti ennþá. — Um þetta leyti var Sigurður Breiðfjörð, skáld, beykir við Garðsverzlun í Vestmannaeyjum. Vildi hann ganga að eiga móður Arnfríðar, og var mjög umhugað um að sá ráðahagur tækist. Arnfríður setti sig á móti því, að móðir hennar giftist Sigurði, og varð það til þess að allt það ráð fór út um þúfur. Reiddist Sigurður Arnfríði heiftarlega og hótaði henni því, að hann skyldi hefna sín grimmilega fyrir aðgjörðir hennar. Nokkru síðar var Arnfríður að reiða fisk úr fjöru upp í fiskigarð. Á leiðinni féll hún niður, og fannst þar skömmu síðar meðvitundarlaus. Eftir þetta var hún í köstum sturluð á geði. Sagðist henni svo frá, að sér hefði fundizt einhver þungi koma yfir sig, áður en hún féll meðvitundarlaus til jarðar, og taldi hún, að það hefði verið sending frá Sigurði Breiðfjörð, í hefndar skyni.
(Eftir sögn Guðríðar Bjarnadóttur)