Ragnheiður Einarsdóttir Reynis

From Heimaslóð
Revision as of 20:08, 15 December 2018 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Ragnheiður Einarsdóttir Reynis.

Ragnheiður Einarsdóttir Reynis frá Þingeyri, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 30. júní 1929 og lést 16. júlí 2002.
Foreldrar hennar voru Vilhelmína Jónasdóttir húsfreyja á Þingeyri, síðar á Hæli, f. 6. júlí 1902 á Hóli á Akranesi, d. 31. maí 1966 og Einar Jósefsson Reynis pípulagningamaður, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 25. nóvember 1892, d. 16. júní 1979.

Börn Marsibilar Grímsdóttur móðurmóður Ragnheiðar:
1. Ástríður Jónasdóttir húsfreyja í Sætúni og á Grímsstöðum, f. 15. febrúar 1897, d. 3. júní 1923.
2. Margrét Sigurrós Jónasdóttir, f. 9. maí 1898, d. 20. september 1898.
3. Rut Laufey Jónasdóttir, f. 24. ágúst 1900, d. 4. október 1918.
4. Vilhelmína Jónasdóttir húsfreyja á Þingeyri og Hæli, f. 6. júlí 1902, d. 31. maí 1966.

Barn Vilhelmínu og Hallgríms Guðjónssonar:
1. Ástríður Halldóra Hallgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1924 á Grímsstöðum, d. 21. september 2010.
Börn Hallgríms frá fyrra hjónabandi hans með Ástríði móðursystur Ragnheiðar Reynis:
2. Jóna Laufey Hallgrímsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 6. mars 1920 í Sætúni, d. 24. febrúar 2011.
3. Júlíus Vilhelm Hallgrímsson sjómaður, netagerðarmaður í Eyjum, f. 20. ágúst 1921 í Sætúni, d. 20. mars 2011.

Ragnheiður var með móður sinni í æsku, með henni á Þingeyri 1940, fluttist með henni til Reykjavíkur snemma á fimmta áratugnum.
Hún sat í Kvölskóla K.F.U.M., og sótti einkatíma, lauk námi í hjúkrun við Hjúkrunarskóla Íslands í október 1951.
Ragnheiður var hjúkrunarfræðingur við Landspítala 1951, við Haukeland sykehus 1952, aftur við Landspítalann hluta árs 1953. Hún var yfirhjúkrunarfræðingur við sjúkrahúsið á Patreksfirði frá júlí 1953 til maí 1957, deildarhjúkrunarfræðingur á húðsjúkdómadeild Landspítalans 1957 til 1960, síðar yfirhjúkrunarfræðingur þar.
Þau Rúrik giftu sig 1960, eignuðust eitt barn og ólu upp fósturbarn um skeið.
Ragnheiður lést 2002.

I. Maður Ragnheiðar, (20. febrúar 1960), var Rúrik Kristjánsson verslunarstjóri, f. 26. ágúst 1934. Foreldrar hans voru Kristján Sigurður Jónsson frá Arnarhóli í Setbergssókn á Snæfellsnesi, bóndi á Eiði í Grundarfirði, f. 25. júlí 1901, d. 1. mars 1969, og kona hans Guðrún Guðný Elísdóttir frá Vatnabúðum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 27. júní 1901, d. 31. janúar 1972.
Barn þeirra:
1. Kristján Vilhelm Rúriksson byggingaverkfræðingur í Reykjavík, f. 24. janúar 1968.
Fósturbarn hjónanna um skeið:
2. Bjarki Jónsson, sjúklingur, f. 12. febrúar 1966.Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rúrik.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.