Páll Magnússon (flugmaður)

From Heimaslóð
Revision as of 11:46, 14 February 2021 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Páll Magnússon (flugmaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Páll Magnússon frá Engidal, flugmaður fæddist þar 27. september 1924 lést 12. apríl 1951.
Foreldrar hans voru Magnús Helgason skrifstofumaður, skrifstofustjóri, gjaldkeri, f. 8. september 1896, d. 10. október 1976, og kona hans Magnína Jóna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 24. nóvember 1897, d. 17. október 1982.

Börn Magnínu og Magnúsar:
1. Sveinn Magnússon loftskeytamaður, starfsmaður hjá Veðurstofu Íslands, f. 15. nóvember 1919 á Sólheimum, d. 1. febrúar 1989. Kona hans Guðrún Sigurjónsdóttir, látin.
3. Hermann Magnússon símvirki, póst og símstöðvarstjóri á Hvolsvelli, f. 12. júlí 1921 á Sólheimum, d. 4. ágúst 1996. Kona hans Gyða Arnórsdóttir, látin.
4. Magnús Helgi Magnússon bæjarstjóri, ráðherra, f. 30. september 1922 í Engidal, d. 23. ágúst 2006. Fyrri kona hans var Guðbjörg Guðlaugsdóttir. Síðari kona hans var Filippía Marta Guðrún Björnsdóttir, látin.
5. Páll Magnússon flugmaður, f. 27. september 1924 í Engidal, d. 12. apríl 1951. Kona hans Alma Ásbjörnsdóttir, látin.
6. María Magnúsdóttir Ammendrup húsfreyja, tónlistarmaður, f. 14. júní 1927 í Engidal, d. 28. apríl 2010. Maður hennar Tage Ammendrup, látinn.

Páll var með foreldrum sínum í æsku, í Engidal og flutti með þeim til Reykjavíkur, var með þeim á Bræðrabóli og Þórustöðum í Ölfusi.
Hann lærði flug og vann við það, var að sækja flugvél til Bretlands, en fórst með henni þar 1951.
Þau Alma giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Alma lést 2012.

I. Kona Páls, (31. maí 1947), var Alma Ásbjörnsdóttir húsfreyja, f. 10. mars 1926 í Reykjavík, d. 18. júlí 2016. Foreldrar hennar voru Ásbjörn Ó. Jónsson frá Innri-Njarðvík, málarameistari í Reykjavík, f. 20. júlí 1901, d. 23. apríl 1967, og fyrri kona hans Petrína Guðmundsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 13. júní 1908, d. 14. maí 1938.
Börn þeirra:
1. Herdís Petrína Pálsdóttir ritari, f. 10. nóvember 1947. Maður hennar Bragi Bjarnason.
2. Magnús Pálsson húsasmíðameistari, f. 2. ágúst 1949. Fyrrum kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.