Matthías Jónsson (klæðskeri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. nóvember 2017 kl. 15:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2017 kl. 15:34 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Matthías Guðlaugur Jónsson klæðskeri fæddist 20. nóvember 1891 á Bólstað í Mýrdal og lést 25. janúar 1977.
Foreldrar hans voru Jón Gunnsteinsson bóndi, útvegsmaður og söðlasmiður í Dölum, f. 10. desember 1844, d. 19. júlí 1924, og síðari kona hans Þorgerður Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1855 að Ketilsstöðum Mýrdal, d. 2. mars 1939.

Matthías var með foreldrum sínum á Bólstað til 1904, fluttist með fjölskyldunni til Eyja og var með þeim í Dölum 1920.
Hann fór til Reykjavíkur og nam klæðskeraiðn, var klæðskeri þar 1930.
Hann var kominn til Eyja 1940, leigði á Kanastöðum 1940 og eignaðist Guðgeir með Unni í desember, en hún leigði þá í Grafarholti.
Þau Unnur bjuggu á Sandi 1942 við fæðingu Þorgerðar, en þau misstu hana rúmlega 10 vikna gamla, bjuggu þar enn 1943 við fæðingu Þorsteins Pálmars.
Þau voru komin í Vinaminni, Urðavegi 5 1945 og bjuggu þar uns þau slitu samvistir um 1966. Matthías bjó hjá syni sínum í Grænuhlíð 24. Matthías lést 1977 og Unnur 2000.

I. Sambýliskona Matthíasar var Unnur Pálsdóttir húsfreyja, forstöðukonu, f. 3. mars 1911 á Borg í Njarðvík eystra, d. 12. maí 2000.
Börn þeirra:
1. Guðgeir Matthíasson, f. 14. desember 1940.
2. Þorgerður Matthíasdóttir, f. 28. febrúar 1942, d. 12. maí 1942.
3. Þorsteinn Pálmar Matthíasson, f. 22. júlí 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.