María Friðriksdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2022 kl. 12:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2022 kl. 12:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''María Friðriksdóttir''' frá Skálum á Langanesi, húsfreyja, útgerðarmaður, verkakona fæddist þar 1. mars 1943 og lést 18. febrúar 2022 á heimili sínu á Illugagötu 36.<br> Foreldrar hennar voru Friðrik Jóhannsson, f. 1. febrúar 1917, d. 17. febrúar 1948, og kona hans Jóhanna Soffía Hansen húsfreyja, f. 26. maí 1921, d. 5. apríl 1992.<br> Stjúpfaðir Maríu og síðari maður Jóhönnu Soffíu var Lúðvík Jóhannsson, f. 23. nóvembe...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

María Friðriksdóttir frá Skálum á Langanesi, húsfreyja, útgerðarmaður, verkakona fæddist þar 1. mars 1943 og lést 18. febrúar 2022 á heimili sínu á Illugagötu 36.
Foreldrar hennar voru Friðrik Jóhannsson, f. 1. febrúar 1917, d. 17. febrúar 1948, og kona hans Jóhanna Soffía Hansen húsfreyja, f. 26. maí 1921, d. 5. apríl 1992.
Stjúpfaðir Maríu og síðari maður Jóhönnu Soffíu var Lúðvík Jóhannsson, f. 23. nóvember 1913, d. 13. október 1979.

María var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést, er hún var tæpra fimm ára. Hún var síðan með móður sinni og Lúðvíki stjúpföður sínum.
María lauk námi í Húsmæðraskólanum á Laugalandi 1962.
Hún vann ýmis störf við fiskvinnslu, stofnaði til útgerðarfélags 1974 með Bergvin manni sínum og fleiri, ráku bátinn Glófaxa VE-300 og frá 1986-2017 ráku þau fyrirtækið með börnum sínum. María sá um bókhaldið, felldi m.a. net og skar af þeim.
María var félagi í Sinawik-klúbbnum í Eyjum, Norðlendingafélaginu, auk þess að starfa náið með Félagi eldri borgara, þ.m.t. að syngja með kór félagsins. Þau Bergvin giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau fluttu til Eyja 1964 og bjuggu síðast á Illugagötu 36.
Bergvin lést 2018 og María 2022.

I. Maður Maríu var Bergvin Oddsson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 22. apríl 1943, d. 22. september 2018.
Börn þeirra:
1. Lúðvík Bergvinsson skipstjóri, hæstaréttarlögmaður, alþingismaður, yfirlögfræðingur, fulltrúi bæjarfógeta, f. 29. apríl 1964 í Kópavogi. Kona hans Þóra Gunnarsdóttir.
2. Magnea Bergvinsdóttir húsfreyja, bókari, fyrrum útgerðarstjóri, f. 9. maí 1965 í Kópavogi. Hún eignaðist tvö börn með David Lee Davis. Maður Magneu er Þorvarður Ægir Hjálmarsson.
3. Haraldur Bergvinsson skipstjóri, sjávarútvegsfræðingur, trillukarl, f. 21. ágúst 1972. Fyrrum kona hans Hrefna Óskarsdóttir. Fyrrum sambúðarkona Solveig B. Magnúsdóttir. Sambúðarkona Sigurlín Guðjónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.