Jón Björnsson (Bólstaðarhlíð)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð, sjómaður, verkstjóri, fræðibókarithöfundur fæddist 17. júní 1924 í Víðidal og lést 4. september 2012 á Landakotsspítala.
Foreldrar hans voru Björn Bjarnason frá Hlaðbæ, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 3. mars 1893 á Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 25. september 1947, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir frá Dalseli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 12. apríl 1895, d. 22. júní 1976.

Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð.
Jón Björnsson.

Börn Ingibjargar og Björns:
1. Halldóra Kristín Björnsdóttir, f. 3. apríl 1922, d. 13. október 2021.
2. Sigríður Björnsdóttir, f. 8. apríl 1923, d. 30. júlí 2019.
3. Jón Björnsson, f. 17. júní 1924, d. 4. september 2012.
4. Kristín Björnsdóttir, f. 22. maí 1925.
5. Sigfríður Björnsdóttir, f. 11. sept. 1926. d. 30 júní 2007.
6. Perla Björnsdóttir, f. 11. ágúst 1928.
7. Soffía Björnsdóttir, f. 13. ágúst 1933.
8. Bjarni Ólafur Björnsson, f. 9. maí 1935. d. 4. júní 1959, hrapaði í Bjarnarey í Vestmannaeyjum.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var í sveit u. Eyjafjöllum hvert sumar til 16 ára aldurs. Þegar hann var 17 ára hélt hann til sjós og reri á ýmsum bátum. Hann starfaði um skeið í Reykjavík 1945, m.a. á Vörubílastöðinni Þrótti, en réðst síðan á togarann Ingólf Arnarson 1947.
Jón var skipverji á Guðrúnu VE-163, er hún fórst 23. febrúar 1953. Hann var einn af fjórum, sem björguðust, en fimm skipverjar fórust.
Jón vann hjá hjá Olíusamlaginu í Eyjum og síðar við múrverk hjá Íslenskum aðalverktökum, var verkstjóri yfir Röra- og hellusteypunni í Vestmannaeyjum og einnig yfir Steypustöðinni í Eyjum, 1957-1965. Hann keypti 1965 Hraunsteypuna í Hafnarfirði og rak hana næstu átta árin, en eftir að hann seldi hana réðst hann fljótlega til starfa hjá Landsvirkjun. Síðustu 17 starfsár sín vann hann hjá Bæjarsíma Reykjavíkur. Þar lauk Jón starfsferli sínum sjötugur að aldri.
Jón vann stórvirki, er hann safnaði upplýsingum um Íslensk skip og gaf þann fróðleik út í fimm bindum árið 1990 og verkið Íslenskir bátar fylgdu 1999 í fjórum bindum. Hann var einnig kominn vel á veg með söfnun heimilda um íslensku áraskipin. Þær heimildir eru varðveittar í Safnahúsi Vestmannaeyja.
Einnig safnaði Jón heimildum um íslenskar kirkjur og gamla kirkjustaði. Þær heimildir eru varðveittar á Biskupsstofu.
Viðurkenningar:
1. Heiðursmerki Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja 1992.
2. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu á nýjársdag 2003.

Þau Guðríður Bryndís giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Boðaslóð 12 í Eyjum, í Gaukshólum 2 í Reykjavík, en síðast við Ægissíðu 92 í Reykjavík.
Jón lést 2012.

I. Kona Jóns, (3. júní 1956), er Guðríður Bryndís Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. desember 1936 í Vík í Mýrdal.
Börn þeirra:
1. Halldóra Björk Jónsdóttir, f. 16. desember 1956. Barnsfaðir hennar Sigurður Hannesson. Fyrrum maður hennar Ingimar Haraldsson.
2. Þorgerður Jónsdóttir, f. 14. janúar 1958. Maður hennar Bogi Agnarsson.
3. Birna Ólafía Jónsdóttir húsfreyja, forritari, f. 15. mars 1960. Maður hennar Ásmundur Jón Þórarinsson.
4. Björn Jón Jónsson rafvirki, leigubifreiðastjóri, f. 13. október 1962. Barnsmóðir hans Guðný Elfa Kristjánsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.