Gunnar Ingiberg Ingimundarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. febrúar 2016 kl. 20:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. febrúar 2016 kl. 20:39 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður fæddist 17. apríl 1894 á Mjóafirðir eystra og lést 4. mars 1965 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ingimundur Árnason sjómaður í Götu, f. 18. júlí 1859, d. 1. október 1923, og sambýliskona hans Sigurveig Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1862, d. 29. apríl 1946.

Börn Ingimundar og Sigurveigar voru:
1. Konráð Ingimundarson sjómaður, vélstjóri í Götu, síðar í Reykjavík, f. 26. júní 1886, d. 6. júlí 1957.
2. Bjarnfreður Jóhann Ingimundarson bóndi á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 12. september 1889 í Gamlabæ (Syðri-Steinsmýri) í Meðallandi, d. 16. mars 1962 í Reykjavík.
3. Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður í Eyjum, f. 17. apríl 1894, d. 4. mars 1965, síðast í Reykjavík.
4. Brynhildur Ingimundardóttir húsfreyja, f. 20. maí 1897, d. 27. september 1973. Hún kom til Eyja 1899, varð húsfreyja á Bakkakoti og á Melum á Kjalarnesi, síðan í Reykjavík.

Hálfsystkini Gunnars Ingibergs, börn Ingimundar og Pálínu voru:
5. Pálmi Kristinn Ingimundarson, f. 11. febrúar 1904, d. 19. apríl 1963.
6. Þórarinn Ingimundarson, f. 21. ágúst 1905 á Vilborgarstöðum, d. 1. júní 1906.
7. Enok Ingimundarson, f. 29. ágúst 1907 á Vilborgarstöðum, d. 2. júlí 1974.
Uppeldisbróðir Gunnars Ingibergs, sonur Pálínu síðari konu föður hans:
8. Einar Valdimar Jónasson, f. 16. október 1892, d. 1922.

Gunnar Ingiberg var með foreldrum sínum í Mjóafirði í bernsku, fluttist með þeim að Kirkjubæ 1899 frá Brekkuborg, sennilega með viðkomu í Borgarfirði eystra.
Sigurveig fluttist með synina Gunnar Ingiberg 7 ára og Konráð frá Kirkjubæ í Ása í Skaftártungu 1900. Þar var hún vinnukona með Gunnar Ingiberg í Gröf þar til 1903, í Þykkvabæ í Landbroti 1903-1904. Hann var tökubarn og síðan vinnumaður í Gröf 1904-1913, í Hlíð þar 1913-1914.
Gunnar Ingiberg fluttist til Eyja 1914 og stundaði sjómennsku. Hann bjó á Framnesvegi 39B í Reykjavík 1920. Þar var hann með Sveinfríði sambýliskonu sinni og tveim dætrum, fæddum 1918 og 1920 í Reykjavík.
Þau Sveinfríður slitu samvistir 1922. Hún fór þá til Eyja með dæturnar og ófrísk af þeirri þriðju og tók upp sambúð með Pálma hálfbróður Gunnars Ingibergs.
Gunnar Ingiberg bjó síðast á Langholtsvegi 30. Hann lést 1965.

Sambýliskona Gunnars Ingibergs, (slitu samvistir), var Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðar í Eyjum og á Grundarfirði, f. 1. ágúst 1896 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 10. apríl 1979 í Reykjavík, en jarðsett á Setbergi í Eyrarsveit.
Börn þeirra voru:
1. Sigurveig Mundína Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. september 1918 á Barónsstíg 12 í Reykjavík, d. 22. desember 1975.
2. Jónína Eyjólfína Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. september 1920 á Klapparstíg 2 í Reykjavík, d. 3. maí 1959.
3. Einarína Pálína Valgerður Gunnarsdóttir húsfreyja, matselja í Reykjavík, f. 24. maí 1922 á Litlu-Grund, d. 1. september 1993.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.