Guðbjörn Snæbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. apríl 2024 kl. 15:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. apríl 2024 kl. 15:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðbjörn Snæbjörnsson''' frá Hergilsey við Kirkjuveg 70, bréfberi í Rvk fæddist 15. maí 1927 og lést 27. september 1999.<br> Foreldrar hans voru Snæbjörn Sigurvin Kristinn Bjarnason byggingameistari, f. 18. júlí 1892 á Ytri-Múla á Barðaströnd, d. 31. janúar 1951 í Glitfaxaslysinu, og kona hans Guðný Pálína Ólafsdóttir húsfreyja, f. 9. mars 1895 á Akureyri, d...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörn Snæbjörnsson frá Hergilsey við Kirkjuveg 70, bréfberi í Rvk fæddist 15. maí 1927 og lést 27. september 1999.
Foreldrar hans voru Snæbjörn Sigurvin Kristinn Bjarnason byggingameistari, f. 18. júlí 1892 á Ytri-Múla á Barðaströnd, d. 31. janúar 1951 í Glitfaxaslysinu, og kona hans Guðný Pálína Ólafsdóttir húsfreyja, f. 9. mars 1895 á Akureyri, d. 2. október 1950 af slysförum.

Börn Guðnýjar og Snæbjörns:
1. Friðbjörn Ólafur Snæbjörnsson, f. 7. janúar 1922 í Reykjavík, d. 1. janúar 1938 í Eyjum.
2. Valtýr Snæbjörnsson vélstjóri, húsasmíðameistari, byggingafulltrúi, f. 24. apríl 1923 í Reykjavík, d. 10. febrúar 1998.
3. Kristján Snæbjörnsson, f. 29. janúar 1925 á Þingeyri, d. 2. desember 1925.
4. Sigurvin Snæbjörnsson byggingameistari, f. 30. mars 1926 í Hergilsey, d. 16. janúar 1997.
5. Guðbjörn Snæbjörnsson starfsmaður Póstsins í Reykjavík, f. 15. maí 1927 í Hergilsey, d. 27. september 1999.
6. Steinunn Svava Snæbjörnsdóttir húsfreyja í San Antonio, Texas í Bandaríkjunum, f. 14. desember 1928 í Hergilsey, d. 25. apríl 2014 .
Barn Guðnýjar:
7. Adolf Sveinsson bifvélavirki, bifreiðastjóri í Keflavík, f. 13. maí 1920, d. 21. apríl 1967.
Börn Snæbjarnar:
8. Björn Guðmundur Snæbjörnsson forstjóri í Keflavík, f. 12. október 1912, d. 4. apríl 1967.
9. Elín Petrína Snæbjörnsdóttir, f. 21. júní 1914, d. 3. janúar 1926.
10. Kristján Pétur Snæbjörnsson, f. 21. júní 1914, d. 20. júlí 1914.
11. Fjóla Breiðfjörð Snæbjörnsdóttir Matthíasson, síðast í Keflavík, f. 27. febrúar 1915, d. 10. desember 1981.

Guðbjörn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð bréfberi hjá Póstinum í Rvk, en einnig starfsmaður hjá Kjötvinnslunni Búrfelli.
Þau Þuríður hófu búiskap, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Vesturgötu 66 í Rvk.
Guðbjörn lést 1999 og Þuríður 2011.

I. Sambúðarkona Guðbjörns var Þuríður Kristín Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1934, d. 8. júlí 2011. Foreldrar hennar Ruth Friðfinnsdóttir, f. 16. febrúar 1909, d. 18. janúar 1937, og Ragnar H. B. Kristinsson kaupsýslumaður og iðnrekandi, f. 17. febrúar 1906, d. 16. mars 1963.
Barn þeirra:
1. Ragnar Guðbjörnsson, f. 18. apríl 1956, d. 12. september 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.