Guðný Ólafsdóttir (Hergilsey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Pálína Ólafsdóttir frá Akureyri, húsfreyja í Hergilsey við Kirkjuveg 70 fæddist 9. mars 1895 og lést 2. október 1950.
Foreldrar hennar voru Ólafur Jónatansson frá Vaglagerði í Blönduhlíð, Skagaf., járnsmiður, f. 14. maí 1869, d. 12. maí 1949, og kona hans Friðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1866 á Oddeyri í Hrafnagilssókn, Ey., d. 20. apríl 1941.

Guðný var með foreldrum sínum, á Lundargötu 7 á Akureyri 1901.
Hún var vinnukona á Lækjargötu 6 á Akureyri 1910, gift, dóttir húsráðenda á Lundargötu 7 þar 1920 og þar var leigjandi maður hennar Snæbjörn Sigurvin Kristinn Bjarnason.
Þau Snæbjörn giftu sig 1920, bjuggu í Reykjavík við fæðingu Adólfs sonar hennar á því ári og eignuðust tvö börn þar.
Þau fluttu til Eyja 1923, eignuðust fjögur börn þar, misstu tvö börn, annað á fyrsta ári sínu og hitt á unglingsárum sínum. Þau bjuggu á Þingeyri við Skólaveg í fyrstu, en lengst í Hergilsey.
Guðný lést 1950 í bílslysi og Snæbjörn fórst í flugslysi 1951.

I. Barnsfaðir Guðnýjar var Sveinn Júlíus Ásmundsson, f. 20. júlí 1894, d. 6. ágúst 1981.
Barn þeirra:
1. Adolf Sveinsson bifvélavirki í Keflavík, f. 13. maí 1920, d. 21. apríl 1967.

II. Maður Guðnýjar, (16. október 1920 í Reykjavík), var Snæbjörn Sigurvin Kristinn Bjarnason húsasmíðameistari, f. 18. júlí 1892 að Ytri-Múla í V. Barðastrandarsýslu, d. 31. janúar 1951 í flugslysi.
Börn þeirra:
2. Friðbjörn Ólafur Snæbjörnsson, f. 7. janúar 1922 í Reykjavík, d. 1. janúar 1938 í Eyjum.
3. Valtýr Snæbjörnsson vélstjóri, húsasmíðameistari, byggingafulltrúi, f. 24. apríl 1923 í Reykjavík, d. 10. febrúar 1998.
4. Kristján Snæbjörnsson, f. 29. janúar 1925 á Þingeyri, d. 2. desember 1925.
5. Sigurvin Snæbjörnsson byggingameistari, f. 30. mars 1926 í Hergilsey, d. 16. janúar 1997.
6. Guðbjörn Snæbjörnsson starfsmaður Póstsins í Reykjavík, f. 15. maí 1927 í Hergilsey, d. 27. september 1999.
7. Steinunn Svava Snæbjörnsdóttir húsfreyja í San Antonio, Texas í Bandaríkjunum, f. 14. desember 1928 í Hergilsey, d. 25. apríl 2014 .


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1850-1890. Margir höfundar, en aðalhöfundur: Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Umsjón og ritstjórn: Hjalti Pálsson frá Hofi. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1981-1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.