Breiðablik

From Heimaslóð
Revision as of 08:09, 17 July 2012 by Daniel (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Breiðablik.
Breiðablik

Húsið Breiðablik stendur við Breiðabliksveg 5. Húsið var áður skráð á Kirkjuveg 45. Breiðablik var byggt árið 1908 fyrir Gísla J. Johnsen, kaupmann og útgerðarmann eftir teikningum Sveins Jónssonar, arkitekts. Breiðablik var fyrsta hús í Eyjum með vatnssalerni og sagt er að yfirsmiður hússins hafi harðneitað að hafa kamar inni í húsi og ekki látið sig fyrr en honum var leyft að smíða einnig útikamar við húsið.

Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja átti húsið frá 1934-1952 og var þar m.a. starfræktur kvöldskóli. Félagið leigði húsið til skólahalds á þeim árum. Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum var starfræktur í húsinu frá 1934. Fyrst á neðri hæð hússins og seinna á báðum hæðum.

Frá árinu 1963 var þar til húsa Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum. Í gosinu 1973 voru öll siglinga- og fiskileitartæki skólans send upp á meginlandið með strandferðaskipinu Heklu.

Breiðablik kom talsvert við sögu í sjónvarpsþáttum Þráins Bertelssonar „Sigla himinfley“ en húsið var sýnt sem heimili útgerðarmannsins í þeim þáttum.

Í Breiðabliki bjó 2006 Hartmann Ásgrímsson tannlæknir ásamt konu og börnum.

Eigendur og íbúar


Heimildir

  • Breiðabliksvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.
  • Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar - byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldaprentsmiðja, 1973.