Sigla himinfley

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þættirnir "Sigla Himinfley" voru að mestu myndaðir í Vestmannaeyjum. Þeir voru sýndir í Ríkissjónvarpinu árið 1994. Þeir voru gerðir eftir handriti Þráins Bertelssonar og á meðal leikara voru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. Aðalpersónurnar bjuggu í húsinu Breiðablik.

Þættirnir nutu mikilla vinsælda en þeir fjölluðu um útgerðarmann, fjölskyldumál hans og leiðir til að bjarga fjölskyldufyrirtækinu.