„Breiðablik“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(21 millibreyting ekki sýnd frá 8 notendum)
Lína 1: Lína 1:
Húsið '''Breiðablik''' stendur við  [[Breiðabliksvegur|Breiðabliksveg]] 5. Nafnið var áður skráð á [[Kirkjuvegur|Kirkjuveg]] 45.
[[Mynd:Breiðablik1.jpg|thumb|300px|Breiðablik.]]
[[Mynd:Saga Vestm., E., I., 224ab.jpg|thumb|250px|Breiðablik]]
Húsið '''Breiðablik''' stendur við  [[Breiðabliksvegur|Breiðabliksveg]] 5. Húsið var áður skráð á [[Kirkjuvegur|Kirkjuveg]] 45. Breiðablik var byggt árið 1908 fyrir Gísla J. Johnsen, kaupmann og útgerðarmann eftir teikningum Sveins Jónssonar, arkitekts. Breiðablik var fyrsta hús í Eyjum með vatnssalerni og sagt er að yfirsmiður hússins hafi harðneitað að hafa kamar inni í húsi og ekki látið sig fyrr en honum var leyft að smíða einnig útikamar við húsið.
 
Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja átti húsið frá 1934-1952 og var þar m.a. starfræktur kvöldskóli. Félagið leigði húsið til skólahalds á þeim árum. [[Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum]] var starfræktur í húsinu frá 1934. Fyrst á neðri hæð hússins og seinna á báðum hæðum.
 
Frá árinu 1963 var þar til húsa [[Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum]]. Í [[Heimaeyjargosið|gosinu]] 1973 voru öll siglinga- og fiskileitartæki skólans send upp á meginlandið með strandferðaskipinu Heklu.
 
Breiðablik kom talsvert við sögu í sjónvarpsþáttum Þráins Bertelssonar „[[Sigla himinfley]]“ en húsið var sýnt sem heimili útgerðarmannsins í þeim þáttum.
 
Í Breiðabliki bjó 2006 [[Hartmann Ásgrímsson]] tannlæknir ásamt konu og börnum.
==Eigendur og íbúar==
* [[Gísli J. Johnsen]] og fjölskylda frá 1908 til 1930
* [[Ástþór Matthíasson]]
* [[Gísli Friðriksson]]
* [[Guðni Þorsteinsson]] 1965
* [[Jón Hallvarðsson]]
* [[Einar Illugason]]
* [[Gísli Hjörleifsson]]
* [[Carl Ólafur Gränz]]
* [[Hartmann Ásgrímsson]] og fjölskylda
 
{{Heimildir|
* ''Breiðabliksvegur''. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu ''Húsin í götunni''. Vestmannaeyjar, 2004.
* [[Guðjón Ármann Eyjólfsson]]. ''Vestmannaeyjar - byggð og eldgos''. Reykjavík: Ísafoldaprentsmiðja, 1973.
}}


[[Flokkur:Hús]]
[[Flokkur:Hús]]
[[Flokkur:Breiðabliksvegur]]

Núverandi breyting frá og með 17. júlí 2012 kl. 08:09

Breiðablik.
Breiðablik

Húsið Breiðablik stendur við Breiðabliksveg 5. Húsið var áður skráð á Kirkjuveg 45. Breiðablik var byggt árið 1908 fyrir Gísla J. Johnsen, kaupmann og útgerðarmann eftir teikningum Sveins Jónssonar, arkitekts. Breiðablik var fyrsta hús í Eyjum með vatnssalerni og sagt er að yfirsmiður hússins hafi harðneitað að hafa kamar inni í húsi og ekki látið sig fyrr en honum var leyft að smíða einnig útikamar við húsið.

Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja átti húsið frá 1934-1952 og var þar m.a. starfræktur kvöldskóli. Félagið leigði húsið til skólahalds á þeim árum. Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum var starfræktur í húsinu frá 1934. Fyrst á neðri hæð hússins og seinna á báðum hæðum.

Frá árinu 1963 var þar til húsa Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum. Í gosinu 1973 voru öll siglinga- og fiskileitartæki skólans send upp á meginlandið með strandferðaskipinu Heklu.

Breiðablik kom talsvert við sögu í sjónvarpsþáttum Þráins Bertelssonar „Sigla himinfley“ en húsið var sýnt sem heimili útgerðarmannsins í þeim þáttum.

Í Breiðabliki bjó 2006 Hartmann Ásgrímsson tannlæknir ásamt konu og börnum.

Eigendur og íbúar


Heimildir

  • Breiðabliksvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.
  • Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar - byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldaprentsmiðja, 1973.