Blik 1976/Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga, II. hluti

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. nóvember 2009 kl. 14:03 eftir Birna (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. nóvember 2009 kl. 14:03 eftir Birna (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
  • 631. Rokkur. Hann er smíðaður úr íslenzku birki. Rokkinn smíðaði Sigurður smiður Ísleifsson í Merkisteini við Heimagötu ( nr.9) fyrir frú Stefanía Einarsdóttir, konu Guðmundar skipstjóra Vigfússonar frá Holti við Ásaveg (nr. 2). Frú Stefanía gaf Byggðarsafninu rokkinn.
  • 632. Rokkur. Þennan rokk átti frú Una Jónsdóttir, skáldkona, sem bjó um árabil að Sólbrekku (nr. 21) við Faxastíg.
  • 633. Rokkur, smíðaður út tekk. Þennan rokk smíðaði Sigurður trésmíðameistari Ísleifsson í Merkisteini (nr. 9) við Heimagötu handa Guðrún Jónsdóttir, konu sinni frá Káragerði. Hún spann mikið á rokkinn öll dvalarár sín í Eyjum. Hjónin frú Agnes og Ingi smiður Sigurðsson í Merkisteini, sonur hjónanna, gáfu Byggðarsafninu rokkinn. Snældustóllinn fylgdi rokknum.
  • 634. Rokkur með málmhjóli. Rokk þennan eignaðist Byggðarsafnið úr dánarbúi hjónanna í Viðey (nr. 30) við Vestmannabraut, frú Pálína Jónsdóttir og Guðmundar útgerðarmanns Einarssonar.
  • 635. Rokkur. Þennan rokk átti frú Kristín Vigfúsdóttir frá Keldum á Rangárvöllum, kona Halldór Brynjólfsson frá Gvendarhúsi. Hún fluttist til Vestmannaeyja árið 1907. Hún lézt 1936 og hafði þá verið stoð og stytta eiginmanns síns um 30 ára skeið, en hann var blindur frá æskuárum sínum. (Sjá grein um þau hjón í Bliki 1954). Frú Steinunn Sveinbjarnardóttir. dóttir frú Kristínar, gaf Byggðarsafninu rokkinn.
  • 636. Salonsábreiða, brekán, ofin rúmábreiða. Hún er um það bil 70 ára gömul eða unnin 1905. Ábreiðu þessa fékk Jón verkamaður Sveinsson á Nýlendu (nr. 42) við Vestmannabraut. í fermingargjöf árið 1905. Frú Arnbjörg Guðmundsdóttir spann bandið og óf ábreiðuna.
  • 637. Sauðarvölur, Þráðarvölur, liðbein úr kné kindar. A þær var undið ullarbandið. þegar það var undið í hnykil. Þessar tvær sauðarvölur átti og notaði ein hin mesta tóskaparkona hér á sinni tíð, frú Marta Jónsdóttir í Baldurshaga (nr. 5A) við Vesturveg. Dóttir hennar, frú Ingibjörg Högnadóttir, gaf Byggðarsafninu völurnar.

Snældustólar Byggðarsafnsins eru vissulega af ýmsum gerðum. Tóskaparkonur hér í kaupstaðnum hafa gefið safninu þessi tæki sín, og er það ekki ófróðlegt gestum þess að sjá og hugleiða hinar ýmsu gerðir þeirra og smíði. Flesta snældustólana hafa þær konur gefið, sem færðu Byggðarsafninu rokkinn sinn að gjöf. Um þá flesta er það að segja, að við látum númerin nægja. Þegar þráður var undinn af spunasnældu eða þræðir af tveim eða þrem snældum sameinaðir í prjónaband, þá voru snældustólarnir notaðir.

  • 638. Snældustóll, sem merktur er stöfunum G. J. D. og ártalinu 1889.

Þennan snældustól átti frá æskuárum sínum í Káragerði í A-.Landeyjum frú Guðrún Jónsdóttir í Merkisteini (nr. 9) við Heimagötu, kona Sigurður Ísleifsson, trésmíðameistara.

  • 639. Snældustóll.
  • 640. Snældustóll.
  • 641. Snældustóll,
  • 642. Snældustóll.
  • 643. Snældustóll.
  • 644. Snældustóll.
  • 645. Snældustóll með skúffu. Snældustól þennan átti frú Marta Jónsdóttir, húsfr. í Baldurshaga. í skúffunni geymdi hún t. d. bandprjóna og sauðarvölur (þráðarvölur).
  • 646. Snældustóll.
  • 647. Snældustóll.
  • 648. Snældustóll með fangamarkinu G. Á. D. og ártalinu 1878. Þennan snældustól átti upprunalega frú Guðfinna Árnadóttir, fyrri eiginkona Sigurðar Finnbogasonar útvegsbónda um árabil að Stuðlum í Norðfirði. Þau hjón voru foreldrar frú Sigurbjargar Sigurðardóttur konu Árni Oddsson að Burstafelli (nr. 65 A) við Vestmannabraut. Sonur þeirra, Vilhjálmur Árnason, gaf Bygðarsafninu snældustólinn. Frú Guðfinna Árnadóttir lézt árið 1893 rúmlega 37 ára að aldri.
  • 649. Snældustóll.
  • 650. Snældustóll
  • 651. Snældustóll.
  • 652. Snældustóll.
  • 653. Skeiðarkrækja, skeiðarkrókur, gikkur. Þetta áhald er notað til þess að draga þræðina gegnum skeiðina, þegar ofið er.
  • 654. Spanstokkur. Hann var notaður til þess að halda jafnri breidd á voð í vefstól, meðan ofið var. Þennan spanstokk áttu hjónin á Kirkjubóli á Kirkjubæ, frú Ólöf Lárusdóttir og Guðjón Björnsson. Foreldrar Guðjóns bónda, Björn bóndi Einarsson og frú Guðríður Hallvarðsdóttir, bjuggu á einu býli Kirkjubæja á árunum 1861 til 1884. Frú Ólöf Lárusdóttir húsfr. á Kirkjubæ eftir tengdaforeldra sína, gaf Byggðarsafninu spanstokkinn.
  • 655. Spanstokkur. Þennan spanstokk átti Árni gjaldkeri Filippusson í Ásgarði (nr. 29 við Heimagötu). Hann óf á vetrum, eftir að hann fluttist í annað sinn til Eyja árið 1900, enda hafði hann stundað vefnað í uppvexti sinum í Holtum í Rangárvallasýslu, og svo þegar hann var sýsluskrifari hjá Hermanníusi Elíasi Johnsson sýslumanni Rangvellinga fyrir og eftir 1880. Þá mun hann hafa smíðað sér þennan spanstokk.
  • 656. Snældusnúður. Snúðurinn á þessari tvinningarsnældu er mjög gamall. Hann fannst í bæjarrúst í Mýrdal fyrir um það bil 120 árum eða um miðja s.l. öld. Hann fylgdi búslóð Mýrdælings, sem hingað flutti um eða rétt eftir aldamótin. Gefandi: Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeti, sem jafnframt fullyrti aldur hlutarins.
  • 657. Tína, hnyklatína, mjög gömul. Þær voru notaðar til að geyma i bandhnykla o. fl. þess háttar frá ullariðnaðinum. Tínuna átti frú Kristín Gísladóttir húsfr. á Vestri-Búastöðum, sem lét setja nýtt lok á tínuna, þegar upprunalega lokið var slitið og ónýtt.
  • 658. Tvinningarsnælda. Þessa snældu átti og notaði frú Marta Jónsdóttir í Baldurshaga. Ingibjörg dóttir hennar gaf Byggðarsafninu hana eftir daga móður sinnar.
  • 659. Tvinningarsnælda.
  • 660. Tvinningarsnælda. Þessi snælda er sérleg og verðmætur hlutur í hverju minjasafni vegna þess, að snúður hennar er renndur úr hvalbeini. Kristján Sigurðsson, verkamaður að Brattlandi við Faxastíg (nr. 19) gaf Byggðarsafninu

snældu þessa. Mun hann sjálfur hafa smíðað hana.

  • 661. Tvinningarsnælda. Svona litlar tvinningarsnældur notuðu börn og unglingar. Þessi snælda er með fagurlega útskornum snúð og mjög gömul. Efst á skaftinu standa stafirnir Þ. P. Ekki er vitað, hver hefur átt snældu þessa.
  • 662. Tvinningarsnælda mjög gömul. Snúðurinn er skorinn út og hefur verið listilega vel gerður. Snældan ber aldurinn með sér.
  • 663. Tvinningarsnælda, lítil með útskornum snúð.
  • 664. Tvinningarsnælda.
  • 665.Ullarkambar, gömul gerð. Eftir að hin yngri gerðin af ullarkömbum tók að flytjast til landsins, var hætt að notast við þessa gerð til þess að kemba ullina. Eftir það voru þeir helzt notaðir til þess að kemba hrosshár eða tog.
  • 666. Ullarkambar, yngri gerðin. Þessa ullarkamba átti og notaði hin mikla tóskaparkona á Búastöðum, frú Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, móðir Eyjólfs skipstjóra Gíslasonar, Bessastöðum á Heimaey. Hann gaf Byggðarsafninu kambana.
  • 667. Ullarkambar. Þessa kamba gaf Ólafur kaupmaður Ólafsson að Sólheimum við Njarðarstíg (nr. 15) Byggðarsafninu til að minna á landbúskap hans og konu hans, frú Steinunn Jónsdóttir, en þau stofnuðu til bús að Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum árið 1911. (Sjá Blik 1973, bls. 172).
  • 668. Vefjarskytta með spólu og þræði.
  • 669. Vefjarskytta. Þessar litlu vefjarskyttur voru notaðar þegar ofið var úr smágerðum þræði. Vefjaskyttu þessa áttu hjónin á Kirkjubóli, frú Ólöf Lárusdóttir og Guðjón Björnsson. Frú Lára dóttir þeirra gaf Byggðarsafninu hlutinn.
  • 670. Vefjarskytta. Skyttu þessa átti Ásgarðsheimilið við Heimagötu. Hana notaði um árabil Árni gjaldkeri Filippusson. (Sjá nr. 655).
  • 671. Vefjarskyttur. Þessar vefjarskyttur bárust Byggðarsafninu frá Stóra-Gerði, heimili frú Sigurfinna Þórðardóttir og Stefáns útgerðarmanns og formanns Guðlaugssonar. (Sjá nr. 649).
  • 672. Vefjarskytta. Hana áttu hjónin á Mosfelli, frú Jenný Guðmundsdóttir húsfr. og Jón Guðmundsson. Á vissu tímaskeiði var mikill tóskapur og vefnaður stundaður á því heimili á þeirra búskaparárum.
  • 673. Vefstóll. Þegar söfnun muna handa Byggðarsafninu hófst árið 1932, var ekki vitað, að nokkur vefstóll væri til í Eyjum. Þess vegna leitaði safnið eftir því að eignast vefstól úr byggð eða byggðum Suðurlandssveita. Þetta tókst vonum framar. Nokkuð af vefstól þessum var sent Byggðarsafninu frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og nokkuð frá Núpakoti í sömu sveit. Úr hlutum frá báðum þessum bæjum er hann settur saman.
  • 674. Vögguábreiða. Ábreiðu þessa heklaði frú Una Jónsdóttir skáldkona að Sólbrekku (nr. 21) við Faxastíg. Hún gaf hana Byggðarsafninu.
  • 675. Þráðarleggur, útskorinn. Þráðarleggur þessi er sagður vera um 200 ára gamall. Gefandi: Frú Sigríður Hróbjartsdóttir, húsfrú um árabil að Hvítingavegi 10 hér í bæ, kona Magnúsar smiðs og blómaræktarmanns. Langamma frú Sigríðar hafði átt þráðarlegginn og eignazt hann gamlan. Hann var ættar og erfðagripur.
  • 676. Þráðarleggur með ullarbandi (þræði). Gefandi: Frú Lára Kolbeins, prestsfrú að Ofanleiti (1945-19611). Hún eignaðist þráðarlegginn á unglingsárum sinum á Hvallátrum við Breiðafjörð.
  • 677. Þráðarleggur með útskorinni „Þórsmynd". Þennan sérlega þráðarlegg gaf frú Aðalheiður Ólafsdóttir, Faxastíg 31, Byggðarsafninu.
  • 678. Borðdregill („löber"). Þennan borðdregil heklaði frú Jenný Guðmundsdóttir, fyrrverandi húsfreyja að Mosfelli. Hún var 96 ára. þegar hún heklaði þennan dregil og gaf hann Byggðarsafninu ( f. 1879 ). Frú Jenný Guðmundsdóttir er frá Bakka í Landeyjum. Eiginmaður hennar var Jón útvegsbóndi Guðmundsson frá Búðarhóli í Landeyjum. Frúin er enn á lífi, þegar þetta er ritað, 1975. (Sjá sögu Kf. Fram í Bliki 1974).
  • 679. Borðdúkur. Hann saumaði á sínum tíma, eða um 1920, frú Fríður Lárusdóttir frá Búastöðum. Dóttir hennar, frú Lára Sturludóttir, gaf hann Byggðarsafninu.
  • 680. Bakkadúkur til þess gerður að hafa á bollabakka, t. d. Þegar gestum er borið kaffi. Dúk þennan átti frú Kapitóla Jónsdóttir frá Hlíð (nr. 4) við Skólaveg. Hún var gift Jón Þorleifsson, bifreiðarstjóra, og dóttir Hlíðarhjónanna, frú Þórunn Snorradóttir og Jón Jónsson.
  • 681. Borðdúkur. Þennan skrautlega borðdúk áttu héraðslæknishjónin í Landlyst, Þorsteinn Jónsson og frú Matthildur Magnúsdóttir. Héraðslæknirinn „Þorsteinn Eyjakarl", eins og hann var stundum nefndur sökum hins mikla valds síns í byggðinni, var virktavinur H. J. G. Schier Becks landlæknis (1883-1895). Þessi danski landlæknir í Reykjavík gaf héraðslæknishjónunum dúkinn, þegar hann flutti til Danmerkur árið 1895.

Dótturdætur læknishjónanna. frú Matthildur og frú Rebekka Ágústsdætur frá Valhöll Gíslasonar og k. h. Guðrún Þorsteinsdóttir. gáfu Byggðarsafninu dúkinn.

  • 682. Borðdúkur. Þessir dúkar voru gjörðir í minningu 1000 ára afmælis alþingis árið 1930 og seldir í verzlunum. Þennan dúk áttu hjónin í Hlíð (nr. 4) við Skólaveg, frú Þórunn Snorradóttir og Jón útvegsbóndi Jónsson. Frú Ásta dóttir þeirra ( Sólhlíð 6) gaf Byggðarsafninu dúkinn.
  • 683. Dúkur, hvítur, útsaumaður. Þennan dúk saumaði frú Fríður Lárusdóttir frá Búastöðum. þegar hún var 12 ára eða árið 1892. Hún giftist Sturla Indriðason frá Vattanesi. Frú Lára, dóttir þeirra hjóna, gaf Byggðarsafninu dúkinn.
  • 684. Dúkur, heklaður. Þennan dúk heklaði frú Þóra Jónsdóttir í Dalbæ (nr. 91 við Vestmannabraut) og gaf hann Byggðarsafninu.
  • 685. Gólfteppi. Þetta eru leifar af gömlu gólfteppi, sem frú ]]Sigríður Árnadóttir]] í Frydendal og vinnukonur hennar spunnu veturinn 1880. Bandið var ýmist látið halda sauðarlitnum eða litað jurtalitum úr Vestmannaeyjum. Síðan var slyngasti vefari i Eyjum, Pétur bóndi Benediktsson í Eystra-Þórlaugargerði, fenginn til að vefa teppið. Það var síðan á stofugólfi í Frydendal eða „Húsinu", eins og það var nefnt á máli Eyjabúa, fram undir aldamót og þá orðið slitur, sem hér geymast leifar af. Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeti, sonur frú Sigríðar Árnadóttur, geymdi lengi þessar leifar af tóskaparstarfi móður sinnar og gaf þær síðast Byggðarsafninu.
  • 686. Gólfmotta, sem frú Una skáldkona Jónsdóttir brá á sínum tima og gaf Byggðarsafninu. Svona gólfþófar voru ekki óalgengir um árabil á vestmanneyskum heimilum og þóttu „stofuprýði".


10. kafli


Mjólkurvinnslutæki


Að breyta mjólk í mat"

Frá upphafi byggðar í Vestmannaeyjum hafa Eyjamenn haft einhverja mjólkurframleiðslu. Eftir að „ræktunaröldin" í Vestmannaeyjum gekk í garð, en hún átti sér stað á árunum 1926-1940, þá höfðu margir heimilisfeður 12 kýr. Alls urðu mjólkandi kýr í Eyjum á fjórða hundrað, þá flestar voru þar. Þá notuðu margir skilvindur í heimilum sínum, þeir sem framleiddu bæði smjör og skyr til heimilisnota.

Fyrsta skilvindan var keypt til Eyja í september 1901. Það gerði Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson, formaður Framfarafélags Vestmannaeyja. (Sjá grein í Bliki 1953 um Framfarafélag Vestmannaeyja ).

  • 687. Mjólkurjata. íslenzk smíði. Þessa mjólkurfötu áttu hjónin i Gerði frú Guðbjörg Björnsdóttir frá Kirkjubæ og Jón Jónsson, bóndi og formaður á teinæringnum Halkion. Frú Jónína, húsfr. í Gerði eftir foreldra sína, gaf Byggðarsafninu fötuna.
  • 688. Mjólkurfötukilpur. Sú saga fylgir þessum hlut, að kilpurinn sé af mjólkurfötu, sem Sigurður Eiríksson Breiðfjörð skáld hafi smíðað, þegar hann dvaldist hér í Eyjum við beykisiðn við einokunarverzlunina 1826-1827. Kilpur þessi var lengi geymdur í Ottahúsi, sem áður hét Breiðfjörðshús, kennt við skáldið. Frá Ottahúsi barst kilpurinn að Gjábakka og var í eigu hjónanna Ingimundur Jónsson, hreppstjóra, og frú Margrét Jónsdóttir. Frá dóttur þeirra hjóna, frú Sesselju, konu Jóns kaupmanns Einarssonar á Gjábakka, barst Byggðarsafninu kilpurinn að gjöf.
  • 689. Mjólkursigti. Þetta mjólkursigti gaf frú Guðrún Brandsdóttir húsfr. á Bessastöðum Byggðarsafninu.
  • 690. Mjólkursigti.
  • 691. Mjólkursigti.
  • 692. Mjólkurtrog. Þetta mjólkurtrog áttu hjónin í Hlíðarási (nr. 3) við Faxastíg, frú Guðbjörg Magnúsdóttir og Magnús Guðmundsson. Guðbergur M. Magnússon, sonur þeirra hjóna, gaf Byggðarsafninu trogið. Það er merkt: G. J. og D. A.
  • 693. Mjólkurtrog. Þetta mjólkurtrog er komið frá Vestfjörðum. Frú Lára Kolbeins á Ofanleiti. kona séra Halldórs Kolbeins sóknarprests, eignaðist það, þegar prestshjónin bjuggu á Stað í Súgandafirði (1926-1941). Frú Lára gaf Byggðarsafninu trogið, þegar prestshjónin fluttu frá Eyjum.
  • 694. Mjólkurtrog, sem jafnframt var um áratugi notað til þess að hnoða í brauðdeig.
  • 695. Skilvinda (tegundin Milka). Þessa skilvindu áttu hjónin á Skaftafelli (nr. 62) við Vestmannabraut, frú Halldóra Þórólfsdóttir og Guðjón skipstjóri Hafliðason.
  • 696. Skilvinda (teg. Velox). Þessa skilvindu áttu hjónin á Mosfelli (nr. 28 við Túngötu), frú Jenný Guðmundsdóttir og Jón útgerðarmaður Guðmundsson. (Sjá grein um Kf. Fram í Bliki 1974). Kristinn Jónsson á Mosfelli, sonur hjónanna, gaf Byggðarsafninu skilvinduna.
  • 697. Skilvinda (teg. Alfa Laval). Þessa skilvindu áttu hjónin í Háagarði á búskaparárum sínum þar 1935-1947, frú Ingigerður Jóhannsdóttir og Þorsteinn Þ. Víglundsson.
  • 698. Skilvinda (teg. Rev. perm.). Þessi skilvinda er ein hinna elztu, sem keypt var til Eyja. Hún var keypt á fyrstu árum aldarinnar.

Hjónin á Hrauni (nr. 4) við Landagötu, frú Solveig Jónasdóttir og Jón bókavörður Einarsson, áttu hana. Jón var faðir hins kunna Eyjamanns, Þorsteins skiptstjóra Jónssonar í Laufási, og frú Solveig var stjúpmóðir hans. (Sjá Formannsævi í Eyjum eftir Þ. J.).

Frú Solveig Ólafsdóttir frá Þinghól (nr. 19 við Kirkjuveg) gaf Byggðarsafninu skilvinduna. Foreldrar hennar, hjónin í Þinghól, frú Margrét Sigurðardóttir og Ólafur Auðunsson, útgerðarmaður, sonur Solveigar Jónasdóttur, notuðu skilvinduna eftir daga hjónanna á Hrauni.

  • 699. Skyrskjóla. Þessi íslenzka tréfata er mjög gömul. Fötur af þessari gerð voru býsna tíðir „gestir" á vestmanneyskum heimilum á 19. öldinni og e. t. v. fyrr á tímum, og a. m. k. tvo fyrstu áratugi þessarar aldar. Skyr, smjör og fleiri matvæli frá bændabýlum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu voru send vinum og frændfólki í Eyjum, þegar beinar ferðir féllu yfir Álinn eða austan úr Vík til Eyja. Þessar matvælagjafir voru venjulega launaðar með ýmis konar búðarvarningi, sem sendur var aftur í ílátum þessum til gefandans til endurgjalds, svo sem sykur, kaffi, tóbak, og svo gráfíkjur í kramarhúsi til þess að gæða börnunum í gómi. Stundum var sendingin lundi. Þannig voru þessi vöruskipti býsna almenn fyrr á tímum og höfðu þessar fötur merku hlutverki að gegna í viðskiptum þessum.

Skyrfötu þessa smíðaði og átti Árni Filippusson í Ásgarði (nr. 29 við Heimagötu). Hún er smíðuð fyrir eða um aldamótin síðustu.

  • 700. Skyrgrind. Hún barst Byggðarsafninu úr dánarbúi hjónanna á Látrum (nr. 44) við Vestmannabraut, frú Sigurín Katrín Brynjólfsdóttir og Friðriks útgerðarmanns Jónssonar. Gefendur: Frú Klara Friðriksdóttir og Jón I. Sigurðsson, hafnsögumaður, hjón á Látrum.
  • 701. Skyrgrind. Þessa skyrgrind gaf frú Guðrún Brandsdóttir á Bessastöðum í Eyjum Byggðarsafninu.
  • 702. Skyrgrind.
  • 703. Skyrgrind. Á grindum þessum var skyrið síað.
  • 704. Smjörklöppur tvær ,báðar erlendar. Þær voru keyptar í einokunarverzluninni laust eftir aldamótin síðustu og notaðar hjá bændum tveim á Kirkjubæjum.
  • 705. Strokkur, handsnúinn. Þessi sérkennilegi strokkur er smíðaður í Öræfum austur fyrir um það bil einni öld eða rúmlega það. Þá höfðu Öræfingar fundið upp þessa gerð af strokkum og notfært sér nýja tækni. Frú Solveig Pálsdóttir og Gunnar bóndi Jónsson, hjón að Svínafelli í Öræfum, sendu Byggðarsafninu strokkinn að gjöf árið 1965.
  • 706. Strokkur. Þennan litla strokk eignuðust hjónin á Gjábakka, frú Margrét Jónsdóttir og Ingimundur hreppstjóri Jónsson, þegar þau gengu í hjónaband, en það var árið 1858. Þau notuðu síðan strokkinn í búskap sínum meira en hálfa öld.

Barnabarn þeirra, Jón Stefánsson frá Mandal (nr. 18) við Njarðarstíg, gaf Byggðarsafninu strokkinn til minningar um ömmu sína og afa. Í „Íslenzkum þjóðháttum" er tekið fram, að strokkunin með þessum íslenzku bullustrokkum þótti ganga vel, ef komizt var af með 600-700 bulluslög, áður en rjóminn skildist í strokknum. Stundum urðu slögin 1000-1200 stendur þar skrifað.

  • 707. Strokkur. Þennan bullustrokk gáfu Byggðarsafninu hjónin á Bessastöðum á Heimaey, frú Guðrún Brandsdóttir og Eyjólfur Gíslason, skipstjóri.
  • 708. Strokkur, handsnúinn, erlendur að gerð. Þeir voru orðnir algengir á vestmanneyskum mjólkurframleiðsluheimilum eftir að „ræktunaröldin" hófst að marki á Heimaey eða á árunum 1925-1930.
  • 709. Strokkur úr búi frú Þóra Finnsdóttir og

Ólafur Guðmundsson, sem bjuggu á Flötum (húsinu Bakka, nr. 12). Strokkinn smíðaði Erlendur bóndi Árnason á Skíðbakka í Landeyjum árið 1935 og kostaði hann þá kr. 30,00.

  • 710. Strokkur handsnúinn glerstrokkur. Þennan strokk áttu hjónin í Túni, frú Margrét Pálsdóttir og Árni Ólafsson. Frúin gaf Byggðarsafninu gripinn.
  • 711. Strokkur handsnúinn glerstrokkur. Gefandi: Frú Ásta Jónsdóttir frá Hlíð (nr. 4) við Skólaveg. Strokkurinn er úr dánarbúi foreldra hennar, frú Þórunnar Snorradóttur og Jóns Jónssonar útgerðarmanns.


11. kafli


Búr og eldhús


Matur er mannsins megin
  • 712. Asklok. Það er ársett 1818. Askinn áttu um tugi ára bóndahjónin á Kirkjubæ (4. býli) Björn bóndi Einarsson og frú Guðríður Hallvarðsdóttir, foreldrar Guðjóns bónda Björnssonar (d. 1940). Frú Lára Guðjónsdóttir á Kirkjulandi í Eyjum, sonardóttir hjónanna Björns og Guðríðar, gaf Byggðarsafninu asklokið úr dánarbúi foreldra sinna, Guðjóns bónda Björnssonar og frú Ólafar Lárusdóttur.
  • 713. Asklok. Það er ársett 1861. Lárus Jónsson, síðar kunnur bóndi og hreppstjóri í Vestmannaeyjum. og Kristín Gísladóttir trúlofuðust 1861. Þá gaf Lárus Kristínu heitmey sinni askinn, sem lokið er af. Þessi hjón gengu í hjónaband árið eftir eða 1862. Þau fluttu til Vestmannaeyja frá Pétursey, þar sem þau hófu búskap, og settust að í Kornhólsfjósi 1863. Hófu búskap á Búastöðum 1870. Dóttir þeirra var frú Ólöf á Kirkjubæ. Dóttir hennar, frú Lára Guðjónsdóttir á Kirkjulandi. gaf Byggðarsafninu asklokið á 100 ára afmæli þess, eða 1961.
  • 714. Askur með fagurlega útskornu loki. Hann er sagður vera um 150 ára gamall. Upprunalega er askur þessi frá Sléttabóli í Suðursveit. Á sínum tíma var hann gefinn prestsfrúnni á Kálfafellsstað í sömu sveit. mad. Helgu Skúladóttur, konu séra Péturs Jónssonar sóknarprests þar.

Askar voru helzt smíðaðir úr góðum rekaviði eins og þessi askur. Til þess að herða viðinn og gera askinn bragðlegri helltu hreinlætiskonur í þá nýja sjóðandi sortulyngsseiði og lét það standa í þeim 23 dægur.

Víða í íslenzkum sveitum var spónamatur etinn úr öskum fram að síðustu aldamótum og fram yfir þau. Þá tóku stóru grautarskálarnar við.

Hjónin, frú Jarþrúður Pétursdóttir Johnsen og Sigfús M. Johnsen gáfu ask þennan Byggðarsafninu, en frúin erfði hann eftir foreldra sína á Kálfafellsstað.

  • 715. Askur. Þennan ask áttu hjónin í Klöpp (nr. 16 við Njarðarstíg), Kristján Ingimundarson, formaður og útgerðarmaður og frægur fuglari til hárrar elli, og frú Sigurbjörg Sigurðardóttir. Askurinn er ársettur 1848. Það mun rétt vera, að frú Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Gjábakka, móðir Kristjáns formanns,

hafi upprunalega eignazt askinn. Dóttursynir þeirra hjóna í Klöpp. Kristján og Theodór Georgssynir, gáfu Byggðarsafninu askinn.

  • 716. Axarhaus. Hann var smíðaður hér í Eyjum um miðja síðastliðna öld .Öxin var notuð til þess að kljúfa harða eða hálfharða þorskhausa, sem þá voru næstum dagleg fæða Eyjabúa. Axarhaus þessi fannst í jörðu í námunda við Litlabæ fyrir allmörgum árum.
  • 717. Axarhaus. Hann er íslenzk smíði. Það ber hann með sér. Þegar grafið var fyrir útihúsi við Ásgarð (nr. 29) við Heimagötu árið 1953, fannst þessi axarhaus þar um það bil tvo metra undir yfirborði jarðar. Erfitt var að ráða þá gátu, hvernig axarhausinn hefur grafizt þarna í jörðu, því að jarðvegurinn. þar sem hann lá, virtist aldrei hafa verið hreyfður. Þó var þarna dökkt moldarlag, sem skar sig úr um litinn frá jarðveginum í kring. Sú spurning vaknar: Var þarna gömul gröf frá 16. öld, en þá var Landakirkja byggð á lendum nálægt þessum stað, lóðum tómthúsanna að Löndum á Heimaey. Systurnar frá Ásgarði, frúrnar Katrín og Guðrún Árnadætur, gáfu Byggðarsafninu fund þennan.
  • 718. Bitakassi. Nestiskassi sjómanns. Þetta var bitakassi hins kunna bónda, jarðræktarmanns og sjómanns Guðlaugs form. Jónssonar í Gerði.
  • 719. Bitakassi. Þetta er síðasti bitakassi Þorsteins Jónssonar, hins kunna formanns og útgerðarmanns í Laufási við Austurveg (nr. 5). Frú Elínborg Gísladóttir, þá ekkja Þorsteins, gaf Byggðarsafninu kassann.
  • 720. Bitakassi, rauður að lit. Þennan bitakassa átti Árni Jónsson sjómaður í Garðsauka (nr. 27) við Vestmannabraut. Á. J. stundaði hér sjó um tugi ára.

Barnabarn þeirra, Jón Stefánsson frá Mandal (nr. 18) við Njarðarstíg, gaf Byggðarsafninu strokkinn til minningar um ömmu sína og afa. Í „Íslenzkum þjóðháttum" er tekið fram, að strokkunin með þessum íslenzku bullustrokkum þótti ganga vel, ef komizt var af með 600700 bulluslög, áður en rjóminn skildist í strokknum. Stundum urðu slögin 1000-1200 stendur þar skrifað.

  • 721. Bitakassi. Þetta er síðasti bitakassinn, sem hinn merki útgerðarmaður og formaður í Eyjum, Stefán Guðlaugsson í Gerði átti og notaði um nokkurt árabil á v/b Halkion II VE. 205, en hann var skipstjóri á bátnum þeim samtals 23 vertíðir.
  • 722. Bitakassi. Hann er merktur J. S.
  • 723. Bollapar. Þetta er nálegt 90 ára gamalt bollapar, sem heimasætan á Búastöðum, Fríður Lárusdóttir hreppstjóra og bónda Jónssonar, fékk í fermingargjöf 26. maí 1894. Frú Lára Sturludóttir gaf Byggðarsafninu bollaparið, en hún erfði það eftir foreldra sína, hjónin frú Fríði og Sturla Indriðason frá Vattarnesi.
  • 724. Bollapar. Þetta rósótta bollapar átti frú Néríður Ketilsdóttir og frú Geirdís Arnadóttir í Sjóbúð við Heimatorg. Frú Néríður var eftirsótt saumakona á sinni tíð og sú einasta, sem saumaði peysuföt í Vestmannaeyjabyggð fyrstu tugi aldarinnar.
  • 725. Borðhnífur lítill úr málmblendi, bæði skaft og blað. Hnífur þessi er mjög gamall og sagður frá árum Niels Nikolai Bryde hér í Eyjum. Sonur hans, Johan Peter Thorkelin Bryde, notaði hnífinn, þegar hann dvaldist hér við verzlun sína á sumrum á árunum 1879-1910. Þetta var ættargripur „Brydanna".
  • 726. Brauðhnífur, brauðskurðarhnífur. Þennan brauðhníf áttu hjónin í Skuld (nr. 40) við Vestmannabraut, frú Margrét Jónsdóttir og Stefán formaður og útgerðarmaður Björnsson.
  • 727. Brauðhnífur. Þennan brauðhníf áttu hjónin í Skálholti (nr. 43 við Urðaveg), frú Sigríður Einarsdóttir og Gísli Magnússon, útgerðarmaður og formaður.

Brauðhníf þennan eignaðist Elliheimilið að Skálholti (nr. 43) við Urðaveg eftir daga hjónanna, og þaðan barst hnífur þessi Byggðarsafninu að gjöf.

  • 728. Brauðhnífur.
  • 729. Brauðhnífur. Ekki er vitað, hver þennan brauðhníf átti. Þessir brauðhnífar þóttu mikið þarfaþing á fjölmennum útgerðarmannaheimilum hér í Eyjum á fyrstu áratugum vélbátaútgerðarinnar, þegar sjómenn og landverkafólk bjuggu heima hjá útvegsbændum og höfðu þar fæði og alla aðhlynningu.
  • 730. Burðarskrína. Svo hétu þessir „kassar" í daglegu tali fólksins. Burðarskrínan var notuð til þess að bera í heim á bakinu ýmis konar búðarvarning, þegar engin voru farartækin í kauptúninu, og engar töskur eða önnur innkaupaílát áttu sér stað. Þetta er burðarskrína ætluð fullorðnum karlmanni. Hurðarskrínur, sem ætlaðar voru unglingum, voru mun minni. Í burðarskrínunni var band. t. d. kaðall eða reiptagl, sem brugðið var yfir öxlina. Á eggjatökutímum á vorin var burðarskrínan notuð í Úteyjum til þess að safna í hana eggjum.

Burðarskrínu þessa gaf Byggðarsafninu frú Kristbjörg Einarsdóttir. ekkja Guðmundar sjómanns Jónssonar, en þau hjón bjuggu um árabil í Málmey (nr. 32) við Hásteinsveg. Guðmundur Jónsson fluttist til Eyja árið 1903 og stundaði hér sjó 4050 ár. Hann lézt árið 1953 og þá hátt á áttræðisaldri.