Björn Eiríkur Jónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Björn Eiríkur Jónsson fæddist í Stóra-Gerði í Vestmannaeyjum 16. desember 1884 og lést 30. apríl 1979. Hann var sonur Jóns Jónssonar og Guðbjargar Björnsdóttur.

Fyrri kona Björns var Hallbera Illugadóttir en hún lést árið 1934. Seinni kona Björns var Brynheiður Ketilsdóttir úr Mýrdal.
Björn bjó í Norður-Gerði.
Börn Björns og Hallberu:
1. Guðbjörg Árný Björnsdóttir, f. 31. desember 1907, d. 18. maí 1921.
2. Indlaug Gróa Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1910, d. 9. nóvember 1990.
3. Jón Björnsson sjómaður, síðast í Hafnarfirði, f. 18. janúar 1913, d. 6. desember 1999.
4. Guðbjörn Árni Björnsson matsveinn á Selfossi, síðast á Seltjarnarnesi, f. 7. október 1923, d. 5. maí 1982.

Börn Björns með Brynheiði:
5. Hallberg Björnsson, f. 17. maí 1940, d. 25. september 1971.
6. Arnfríð Heiðar Björnsson, f. 7. júlí 1947, d. 28. apríl 2008.
7. Guðlaugur Grétar Björnsson, f. 1. júní 1950, d. 7. desember 2020.

Björn var sjómaður og formaður á opnu skipi. Einnig stundaði hann búskap í Gerði ásamt systur sinni og mági. Hann hafði fé úti í Elliðaey og var hjálpsamur við að koma fólki út í Elliðaey.

Guðbjörg Árný Björnsdóttir.

Heimildir

  • Manntal 1920.
  • Sjómanndagsblað Vestmannaeyja. 1979.