Björn Einarsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. mars 2007 kl. 11:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. mars 2007 kl. 11:35 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Björn Einarsson bóndi á Kirkjubæ fæddist 1. maí 1828 að Hrútafelli u. Eyjafjöllum og lézt 13. júní 1884 í Eyjum. Foreldrar hans voru Einar bóndi á Hrútafelli, f. 6. október 1798 í Stórólfshvolssókn, d. 29. marz 1876, Jóns bónda á Litla-Reyðarvatni á Rangárvöllum og í Krókatúni í Hvolhreppi, f. 1763, d. 1829 og konu Jóns, Guðrúnar Pétursdóttur, f. 1768. Móðir Björns og fyrri kona (1827) Einars bónda var Helga húsfreyja, f. 3. marz 1801 í Pétursey í Mýrdal, d. 3. maí 1829 af barnsförum, Eyjólfs þá vinnumanns þar, f. 1776, Stefánssonar og konu Eyjólfs, Guðrúnar Jónsdóttur, f. 1768, d. 1846.

Kona Björns (18. október 1855) var Guðríður Hallvarðsdóttir, f. 24. febrúar 1826 í Stóra-Dal u. Eyjafjöllum.
Þau Björn og Guðríður fluttust frá Forsæti í Landeyjum að Sjólyst í Eyjum 1860 og með þeim Guðbjörg 6 ára og Finnbogi 4 ára, en árið 1861 fluttust þau að Kirkjubæ (4. býli) og bjuggu þar meðan Björn lifði. Björn var bóndi á Kirkjubæ 1870 og var á kjörskrá í sýslunefndarkosningum 1877.

Frændgarður í Eyjum.(Sjá Guðríði)


Heimildir