Þorsteinn Brynjúlfsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þorsteinn Brynjúlfsson frá Helgafelli, (Brynjólfsbúð) fæddist 3. desember 1947 og lést 10. júlí 2000.
Foreldrar hans voru Brynjúlfur Sigfússon kaupmaður, tónlistarmaður, frumkvöðull, f. 1. mars 1885 á Löndum, d. 27. febrúar 1951, og síðari kona hans Ingrid Sigfússon húsfreyja, f. 8. ágúst 1909 í Maribo á Lálandi í Danmörku, d. 8. desember 2013.

Þorsteinn Brynjúlfsson.

Börn Ingrid og Brynjólfs:
1. Aðalsteinn Brynjúlfsson, fæddur 1. nóvember 1936, d. um áramót 2013 og 2014.
2. Bryndís Brynjúlfsdóttir, fædd 26. apríl 1941.
3. Hersteinn Brynjúlfsson, fæddur 22. júní 1945.
4. Þorsteinn Brynjúlfsson, fæddur 3. desember 1947, d. 10. júlí 2000.

Þorsteinn var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hans lést er Þorsteinn var á fjórða árinu. Hann var með móður sinni.
Þau fluttu til Reykjavíkur.
Þorsteinn lauk prófi í Verslunarskóla Íslands 1968.
Hann varð starfsmaður Útvegsbankans, síðan Íslandsbanka, og gegndi þar ábyrgðar- og stjórnunarstörfum og jafnframt störfum sínum stundaði hann nám í bankaviðskiptum og á viðskiptasviði í Bandaríkjunum og við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.
Þau Sigríður Ingibjörg giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast í Kópavogi.
Þorsteinn lést 2000. Sigríður býr að Meðalbraut 6 í Kópavogi.

I. Kona Þorsteins, (20. júlí 1974), er Sigríður Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja, flugfreyja, f. 15. september 1949. Foreldrar hennar voru Magnús Helgi Kristjánsson gjaldkeri í Kópavogi, f. 12. júní 1916, d. 1. október 1968, og kona hans Bergþóra Þorbergsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1924, d. 28. ágúst 1989.
Börn þeirra:
1. Brynjúlfur Þorsteinsson, við listnám í Hamborg, f. 28. október 1989. Sambúðarkona hans Katharina Christa-Maria Pawlofsky.
2. Bergþóra Þorsteinsdóttir leikskólakennari, nemur sálarfræði, f. 9. september 1993. Sambúðarmaður hennar Hafsteinn Viðar Halldórsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Frændgarður. Björn Magnússon. Prentsmiðjan Leiftur Hf. 1981.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 18. júlí 2000. Minning
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigríður Ingibjörg.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.