Þórunn Jónsdóttir (Þingholti)

From Heimaslóð
Revision as of 17:49, 1 December 2021 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Þórunn Jónsdóttir (Tóta í Þingholti) frá Túni húsfreyja, saumakona, veitingakona í Þingholti fæddist 26. nóvember 1870 í Túni og lést 11. apríl 1951.
Foreldrar hennar voru Jón Vigfússon bóndi og smiður í Túni og áður bóndi að Krókatúni undir Eyjafjöllum, f. 12. september 1836, d. 1908, og kona hans Guðrún Þórðardóttir frá Húsagarði á Landi, húsfreyja, f. 11. desember 1839, d. 27. ágúst 1890.

Börn Guðrúnar og Jóns voru:
1. Þórunn Jónsdóttir, tvíburi, húsfreyja og veitingakona í ÞingholtI, f. 26. nóvember 1870, d. 11. apríl 1951.
2. Jónína Jónsdóttir, tvíburi, f. 26. nóvember 1870, d. 18. desember 1871 úr kíghósta.
3. Vigfús Jónsson útgerðarmaður og formaður í Holti, f. 14. júní 1872, d. 26. apríl 1943.
4. Guðjón Jónsson bóndi og líkkistusmiður á Oddsstöðum, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959.
5. Jóhann Jónsson útgerðarmaður, formaður og smiður á Brekku, f. 20. maí 1877, d. 13. janúar 1931.
6. Guðríður Karítas Jónsdóttir, f. 15. júlí 1879, d. 5. október 1886.
7. Sigurlín húsfreyja í Túni, f. 21. júlí 1882, d. 8. september 1935.

Sonur Guðrúnar með Sigurði Ólafssyni bónda í Húsagarði í Landsveit, Rang.:
8. Friðrik Sigurðsson sjómaður á Kalmanstjörn í Höfnum, Gull. 1910, f. 15. janúar 1857 í Húsagarði í Landsveit, d. 25. desember 1918.

Börn Jóns Vigfússonar úr fyrra hjónabandi hans:
9. Ingibjörg Jónsdóttir vinnukona, f. 12. febrúar 1859, d. 24. júlí 1940.
10. Pálína Jónsdóttir í Túni, f. 23. mars 1860 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 1882 í mislingafaraldri.
11. Sigríður Jónsdóttir í Túni, f. 1861 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 1882 í mislingafaraldri.

Þórunn var með foreldrum sínum í æsku, var leigjandi hjá föður sínum í Túni 1901.
Hún byggði Þingholt og var saumakona, rak þar veitingasölu og gistiþjónustu.
Þórunn var ógift. Hún lést 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.