Ólafur Á. Kristjánsson

From Heimaslóð
Revision as of 19:54, 2 June 2020 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Ólafur

Ólafur Ágúst Kristjánsson fæddist 12. ágúst 1909 að Garðsstöðum í Vestmannaeyjum og lést 21. apríl 1989. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson trésmíðameistari og Elín Oddsdóttir, bæði ættuð úr Fljótshlíð.

Hann stóðst próf frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1930 og var við trésmíðar í Vestmannaeyjum árin 1929-1933 og 1954-1963. Ólafur var byggingameistari í Vestmannaeyjum og teiknaði flest hús á tímabilinu 1930-60. Ásamt trésmíðum var hann við verslunarstörf á árunum 1933-39 og í útgerð frá 1939 til 1947. Hann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum árin 1946-1954. Hann gegndi ýmsum störfum í Reykjavík eftir gos. Þar starfaði hann í Byggingarstofnun landbúnaðarins og var matsmaður Brunabótafélags Íslands og Veðdeildar Landsbankans.

Ólafur var einn af hvatamönnum þess að koma upp minnisvarðanum um Þór, fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga. Hann hannaði og teiknaði gerð minnismerkisins sem stendur á grasflötinni innst í Friðarhöfn.

Ólafur átti þrjár eiginkonur um ævina. Fyrsta kona hans hét Marie Albertine Friðriksdóttir Benónýssonar frá Gröf. Þau skildu. Önnur kona hans hét Jensína Finnbjörg Ólafsdóttir. Þau skildu. Þriðja kona Ólafs hét María Gíslína Björnsdóttir.

Myndir


Heimildir

  • Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.