Ástþór Markússon (Fagurhól)

From Heimaslóð
Revision as of 14:55, 22 May 2021 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Ástþór Sveinn Markússon.

Ástþór Sveinn Markússon frá Fagurhól, sjómaður, forstöðumaður fæddist þar 18. desember 1923 og lést 14. júlí 2011 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Markús Sæmundsson, verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður, f. 27. desember 1885 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, d. 5. apríl 1980, og kona hans Guðlaug Ólafsdóttir frá Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, f. þar 3. júní 1889, d. 27. október 1970.

Börn Guðlaugar og Markúsar:
1. Guðný Svava Markúsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1914 á Skaftafelli, d. 9. febrúar 1941.
2. Ólafur Jón Markússon sjómaður, f. 5. júní 1916 í Fagurhól, fórst 6. febrúar 1938.
3. Ásta Markúsdóttir, f. 26. ágúst 1919, d. 14. janúar 1923.
4. Ástþór Sveinn Markússon sjómaður, forstöðumaður, f. 18. desember 1923, d. 14. júlí 2011.
5. Viktor Markússon, f. 2. febrúar 1930, d. 26. nóvember 1930.

Ástþór var með foreldrum sínum í æsku, var sjómaður.
Hann tók gildan þátt í íþróttum.
Ástþór fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1947 og varð hann háseti á skipum Eimskips, en 1953 hóf Ástþór störf hjá Steypustöðinni í Reykjavík og starfaði þar í nær fimm áratugi eða þar til hann hætti störfum árið 2002. Lengst veitti Ástþór forstöðu útibúi Steypustöðvarinnar í Grindavík.
Þeir Einar Halldórsson gerðu út trilluna Sæbjörgu um árabil.
Þau Halldóra giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Aðallandi í Reykjavík.
Ástþór lést 2011 og Halldóra 2015.

I. Kona Ástþórs, (7. júní 1952), var Halldóra Gísladóttir húsfreyja, verslunarmaður, þerna, starfsmaður á leikskóla, f. 10. apríl 1920, d. 24. september 2015. Foreldrar hennar voru Gísli Sigurðsson bóndi, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 29. nóvember 1889 á Króki í Ölfusi, d. 28. júlí 1980, og kona hans Anna Einarsdóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1883 á Reykjum í Ölfusi, d. 3. nóvember 1958.
Börn þeirra:
1. Ólafur Svavar Ástþórsson sjávarlíffræðingur, f. 3. október 1952. Kona hans Ásta Guðmundsdóttir.
2. Anna Guðlaug Ástþórsdóttir ljósmóðir, f. 6 nóvember 1954. Maður hennar Hallgrímur Gunnar Magnússon.
3. Ásta Ástþórsdóttir geislafræðingur, f. 29. janúar 1959. Fyrrum maður hennar Rúnar Már Sverrisson. Sambýlismaður Gunnar Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.