Ástþór Ingvi Einarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ástþór Ingvi Einarsson vélstjóri, útgerðarmaður, bifreiðastjóri fæddist 18. júní 1930 í Skálholti eldra og lést 9. júní 2018.
Foreldrar hans voru Einar Ingvarsson frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, starfsmaður Vestmannaeyjabæjar, f. 10. október 1891, d. 18. maí 1968, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. febrúar 1898, d. 29. nóvember 1980.

Ástþór Ingvi Einarsson.

Börn Einars og Guðrúnar:
1. Jóhanna Eygló Einarsdóttir, f. 19. september 1927 í Laugardal, d. 12. júní 1983.
2. Ástþór Ingvi Einarsson, f. 18. júní 1930 í Skálholti, d. 9. júní 2018.

Ástþór ólst upp með fjölskyldu sinni.
Hann var í útgerð á Skuld VE-263 1947-1956 með Hlíðardalsfeðgum, Guðjóni Jónssyni og Bergþóri syni hans. Var hann vélstjóri á bátnum. Hann seldi sinn hlut, varð starfsmaður Þurrkhússins um skeið, en gerðist bifreiðastjóri á Bifreiðastöðinni um 1961. Hann og Eygló systir hans og Steingrímur Arnar byggðu húsið Faxastíg 39.
Þau Jóna giftu sig 1957, bjuggu á Faxastíg 39. Ástþór ættleiddi Hrafnhildi. Þau eignuðust andvana stúlku í maí 1958 og Ingva Þór 1959.
Þau fluttust á höfuðborgarsvæðið við Gosið, bjuggu við Þorragötu, en Ástþór vann við akstur við hreinsun og fleira í Eyjum. Að síðustu dvöldu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Jóna lést 2016 og Ástþór 2018.

I. Kona Ástþórs, (23. desember 1957), var Jóna Sturludóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 22. mars 1926, d. 30. janúar 2016.
Börn þeirra:
1. Andvana stúlka, f. 16. maí 1958 á Sj.
2. Ingvi Þór Ástþórsson starfsmaður Flugfélags Íslands (Iceland Air Connect), f. 6. ágúst 1959 í Kópavogi.
Dóttir Jónu og kjördóttir Ástþórs:
3. Hrafnhildur Ástþórsdóttir húsfreyja, forstöðukona hjá Reykjavíkurborg, f. 20. júní 1949 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.