Jóna Sturludóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóna Sturludóttir húsfreyja á Faxastíg 39 fæddist 22. mars 1926 í Reykjavík og lést 30. janúar 2016.
Foreldrar hennar voru Sturla Guðmundsson sjómaður, f. 7. júlí 1899, d. 30. maí 1929, og kona hans Sigríður Þorvarðardóttir húsfreyja, f. 29. október 1901, d. 25. október 1984.

Sigríður var móðursystir og fósturmóðir Ragnheiðar Þorvarðardóttur húsfreyju á Búastöðum, Illugagötu og Áshamri 35.

Jóna missti föður sinn, er hún var þriggja ára. Móðir hennar giftist aftur og bjó í Reykjavík.
Jóna eignaðist Hrafnhildi í Reykjavík 1949. Hún fluttist með hana til Eyja 1954, giftist Ástþóri 1957.
Þau bjuggu á Faxastíg 39, eignuðust andvana stúlku 1958 og Ingvar Þór eignaðist hún á fæðingarheimili í Kópavogi 1959.
Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur í Gosinu 1973 og bjó við Þorragötu, en Ástþór vann í Eyjum við hreinsun og fleira um skeið.
Þau dvöldu að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Jóna lést 2016 og Ástþór 2018.

Maður Jónu, (23. desember 1957), var Ástþór Ingvi Einarsson vélstjóri, bifreiðastjóri, f. 18. júní 1930 í Skálholti eldra, d. 9. júní 2018.
Börn þeirra:
1. Andvana stúlka, f. 16. maí 1958 á Sj.
2. Ingvi Þór Ástþórsson starfsmaður Flugfélags Íslands (Iceland Air Connect), f. 6. ágúst 1959 í Kópavogi.
Dóttir Jónu og kjördóttir Ástþórs:
3. Hrafnhildur Ástþórsdóttir húsfreyja, forstöðukona hjá Reyjavíkurborg, f. 20. júní 1949 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.