Áskell Gunnlaugsson (húsasmíðameistari)

From Heimaslóð
Revision as of 11:01, 12 March 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Áskell Gunnlaugsson húsasmíðameistari fæddist 26. apríl 1948 á Seljalandi við Hásteinsveg 10.
Foreldrar hans voru Gunnlaugur Gunnlaugsson bifreiðastjóri, f. 13. október 1906 á Bergstöðum við Urðaveg 24, d. 7. júní 1992 á Selfossi, og kona hans Sigríður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1915 í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 9. maí 1998 á Selfossi.

Börn Sigríðar og Gunnlaugs:
1. Drengur f. 10. nóvember 1938, d. sama dag.
2. Erling Gunnlaugsson bifvélavirkjameistari á Selfossi, f. 30. ágúst 1944 í Hvíld. Kona hans Guðrún Gunnarsdóttir, látin.
3. Katrín Erla Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1946 á Seljalandi. Maður hennar Ólafur Íshólm Jónsson.
4. Áskell Gunnlaugsson húsasmíðameistari á Selfossi, f. 26. apríl 1948 á Seljalandi. Kona hans Sesselja Sólveig Óskarsdóttir.
5. Eygló Sigurlaug Gunnlaugsdóttir húsfreyja, bóndi á Eyði-Sandvík í Flóa, f. 25. apríl 1950 að Hólagötu 11. Maður hennar Sigurður Guðmundsson.
6. Ásta Gunnlaugsdóttir húsfreyja, garðyrkjubóndi í Hveragerði, f. 9. febrúar 1955 að Hólagötu 11. Maður hennar Björn Guðjónsson.

Áskell var með foreldrum sínum.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1965, meira próf bifreiðastjóra tók hann 1971. Hann var í Iðnskólanum í Eyjum 1968, síðar í Iðnskólanum á Selfossi. Meistari var Eggert Jóhannesson. Áskell lauk námi í húsasmíði 1975, varð meistari 1978.
Hann vann með námi í Kvöldskóla iðnaðarmanna í Eyjum, var lausamaður við smíðar og byggingavinnu á Selfossi 1966-1967, afgreiðslumaður hjá Kaupfélaginu Höfn á Selfossi 1967-1968, vann hjá Kaupfélagi Árnesinga 1968-1971.
Áskell vann síðan við iðn sína, en síðustu 25 ár starfsævinnar var hann umsjónarmaður fasteigna hjá Toyota í Kópavogi og í Garðabæ, frá 1997-2021.
Þau Sesselja Sólveig giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Grashaga á Selfossi.

I. Kona Áskels, (3. júlí 1972), er Sesselja Sólveig Óskarsdóttir húsfreyja, f. 29. maí 1950. Foreldrar hennar voru Óskar Hafsteinn Hróbjartsson frá Mjósyndi í Villingaholtshreppi, málari, f. 22. febrúar 1923, d. 13. desember 2014, og kona hans Guðleif Friðriksdóttir frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, húsfreyja, f. 14. apríl 1925, d. 2. júní 2019.
Börn þeirra:
1. Bryndís Áskelsdóttir starfsmaður í mötuneyti, f. 17. júlí 1972. Maður hennar Eyjólfur Þorkell Ingvarsson.
2. Brynjar Örn Áskelsson húsasmíðameistari, rekur Fortis byggingafyrirtæki, f. 28. ágúst 1975. Kona hans Elín Eir Jóhannesdóttir.
3. Bjarki Áskelsson húsasmíðameistari með sjálfstæða starfssemi, f. 24. júlí 1982. Kona hans Ingibjörg Blaka Hreggviðsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.