Ritverk Árna Árnasonar/Gísli Geirmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júlí 2015 kl. 21:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júlí 2015 kl. 21:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Gísli Geirmundsson.

Kynning.

Gísli Geirmundsson á Eyjarhólum fæddist 9. janúar 1874 að Kalmanstjörn í Kirkjuvogssókn í Höfnum og lést 9. júlí 1919.
Faðir Gísla var Geirmundur, f. 12. júní 1833, d. 26. apríl 1879, Gíslason bónda í Gröf í Hrunamannahreppi 1835, f. 4. júlí 1801 á Þórarinsstöðum þar, d. 11. júní 1862, Einarssonar bónda í Gröf 1816, f. 1773, d. 17. júlí 1847, Geirmundssonar, og konu Einars, Þuríðar húsfreyju, f. 1771, d. 7. júní 1837, Gísladóttur.
Móðir Geirmundar og kona Gísla var Ingiríður húsfreyja, f. 10. september 1806 í Seli í Grímsnesi, d. 27. febrúar 1881, Bjarnadóttir bónda þar 1816, f. 6. mars 1772 í Kringlu í Grímsnesi, d. 7. ágúst 1842, Ólafssonar, og konu Bjarna, Guðrúnar húsfreyju, f. 23. júní 1787 í Seli, d. 18. febrúar 1859, Ásgrímsdóttur.

Móðir Gísla var Sigríður húsfreyja, f. 3. júní 1834, d. 7. mars 1916, Magnúsdóttir bónda á Brekkum og Giljum í Mýrdal, f. 1804 á Eystri-Sólheimum þar, d. 12. maí 1863, drukknaði í sjó, Jónssonar bónda í Mýrdal, en síðast á Strönd á Rangárvöllum, skírður 7. maí 1769, d. 28. apríl 1818, drukknaði við Eyjar, Lafranssonar, og konu Jóns Lafranssonar, Þóru húsfreyju og bónda, f. á Helli í Oddasókn, Rang., skírð 17. júlí 1772, d. 25. desember 1848 í Fagradal í Mýrdal, Jónsdóttur.
Móðir Sigríðar og kona Magnúsar Jónssonar var Sesselja húsfreyja, f. 5. maí 1810 á Höfðabrekku í Mýrdal, d. 15. ágúst 1843 á Brekkum þar, Eiríksdóttir bónda á Höfðabrekku, f. 1766, d. 11. nóvember 1837 í Fagradal, Sighvatssonar, og konu Eiríks, Sigríðar húsfreyju, f. 1768, d. 3. júlí 1838, Þorsteinsdóttur.

Eiríkur og Sigríður voru einnig foreldrar Ólafar, f. 1811, móður Lárusar hreppstjóra á Búastöðum og Ólafs afa Þorsteins Ólafssonar í Háagarði, föður Helgu húsfreyju á Kirkjubæ, konu Þorbjörns Guðjónssonar bónda.
Jóhanna Lárusdóttir á Grund, Gísli Geirmundsson, Þórunn Ketilsdóttir, (Tóta á Uppsölum) og Þorsteinn í Háagarði voru þremenningar frá Eiríki og Sigríði á Höfðabrekku.
Ketill faðir Brynheiðar Ketilsdóttur í Gerði, konu Björns Eiríks Jónssonar var bróðir Þórunnar í Uppsölum. Þessvegna var Árni Árnason símritari, Guðlaugur og Jóhannes Gíslasynir, Brynheiður í Gerði og Helga á Kirkjubæ fjórmenningar frá Eiríki og Sigríði á Höfðabrekku.

Kona Gísla var Þórunn Jakobína Hafliðadóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1875, d. 27. maí 1965.

Börn Gísla og Jakobínu Hafliðadóttur voru:
1. Hafliði Gíslason rafvirki, f. 28 maí 1902, d. 27. ágúst 1974.
2. Sigríður Júlíana, f. 29. júlí 1904, d. 7. október 1991.
3. Jóhannes Gunnar, f. 14. júlí 1906, d. 20. nóvember 1973.
4. Guðlaugur, f. 1. ágúst 1908, d. 6. mars 1993.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Gísli Geirmundsson var rösklega meðalmaður á hæð en þrekinn og samsvaraði sér vel um vöxt. Hann var skapléttur maður og kátur félagi, orðheppinn og ræðinn, prýðilegur heim að sækja og kunni frá mörgu að segja. Hann var einn af þeim, sem setti svip og líf á hvern einn fámennan hóp og kom sér vel meðal þeirra með gleði sinni og orðheppni.
Hann hafði stundað fuglaveiðar töluvert austur í Mýrdal og komst því strax, eftir komu sína til Eyja, inn í ýmsa veiðimannaflokka, t.d. Álsey, Suðurey, Ystaklett og Bjarnarey, sem og í aðrar suðureyjarnar til eggja og fýla. Hann var vel liðtækur maður í slíkum ferðum.
Með háf hefir honum gengið vel og hefir skilað góðum hlut sínum og betri en margur annar.
Er mér sagt að hann hafi verið mesti léttleikamaður, fljótur til og fylgt eftir með snerpu og þoli, þótt ekki væri hann sérlega sterkur eða svo af bæri.
Við bjargsig var Gísli þó nokkuð fyrst eftir hingaðkomu sína, líkaði vel við þau störf, sérlega áræðinn, allgóður sigmaður, en lipur göngumaður laus og fylgdi fast á hæla þeirra er fremstir voru.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.