Ólöf Eiríksdóttir (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Eiríksdóttir húsfreyja fæddist 4. júní 1811 á Höfðabrekku í Mýrdal og lést 14. júní 1873 á Vestri Búastöðum í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Sighvatsson bóndi á Höfðabrekku, f. 1766, d. 11. nóvember 1837 í Fagradal þar, og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1769, d. 3. júlí 1838 í Ytri-Ásum í Skaftártungu.

Ólöf var með foreldrum sínum til 1836, var húsfreyja á Dyrhólum í Mýrdal 1836-1859.
Hún var vinnukona í Pétursey 1859-1862, á Felli 1862-1863.
Hún fluttist að Kornhól með Lárusi og fjölskyldu hans 1863 og dvaldi síðan hjá honum þar og á Vestri-Búastöðum til dd. 1873.

Maður Ólafar, (11. nóvember 1836, skildu samvistir), var Jón Ólafsson bóndi, f. 25. nóvember 1808, d. 20. júní 1882.
Börn þeirra voru:
1. Berþóra Jónsdóttir húsfreyja í Suður-Hvammi og Giljum í Mýrdal, f. 6. október 1837, d. 29. september 1876.
2. Lárus Jónsson bóndi, bátsformaður og hreppstjóri á Búastöðum, f. 30. janúar 1839, drukknaði 9. febrúar 1895.
3. Jóhann Jónsson vinnumaður í Sjólyst, f. 25. október 1842, drukknaði 1. júní 1862.
4. Símon Jónsson, f. 4. janúar 1845, d. 2. september 1850.
5. Ívar Jónsson, f. um 1847, d. 5. október 1850.
6. Bjargey Jónsdóttir vinnukona á Búastöðum, húsfreyja í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 14. september 1850, d. 12. mars 1905.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Heimaslóð.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.