Ólína Jónsdóttir (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. júlí 2015 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. júlí 2015 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ólína Jónsdóttir''' á Gjábakka fæddist 10. febrúar 1877 í Steinasókn u. Eyjafjöllum og lést 2. febrúar 1956.<br> Foreldrar hennar voru [[Jón Ólafsson...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólína Jónsdóttir á Gjábakka fæddist 10. febrúar 1877 í Steinasókn u. Eyjafjöllum og lést 2. febrúar 1956.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson húsmaður á Vilborgarstöðum, f. 1841 í Jórvík í Álftaveri, d. 29. október 1918 í Vesturheimi, og kona hans, Geirdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1843 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 30. maí 1917 í Vesturheimi.

Meðal systkina Ólínu voru:
1. Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Gjábakka, f. 2. júní 1864, fór til Vesturheims 1902.
2. Gísli Jónsson bóndi í Nýjabæ, f. 1873. Hann fór til Vesturheims 1902.
3. Ólöf Jónsdóttir vinnukona í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, f. 1. maí 1879, d. 4. mars 1963.
4. Skúli Jónsson vinnumaður á Gjábakka, f. 29. nóvember 1881. Hann fór til Vesturheims frá Gjábakka 1902.
5. Jón Kristinn Jónsson klæðskeri, f. 7. júní 1886, d. 2. apríl 1964.

Ólína var með fjölskyldu sinni í Berjanesi u. Eyjafjöllum í bernsku. Fjölskyldan dreifðist og 3 af börnunum fóru í fóstur, Ólína að Gerðakoti 10 ára gömul. Þar var hún 1890.
Hún fluttist til Eyja 1899 frá Bryggjum í Landeyjum, var vinnukona á Gjábakka 1901, fluttist þaðan til Vesturheims 1902.
Ólína var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.