Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júlí 2015 kl. 21:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júlí 2015 kl. 21:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir''' frá Löndum fæddist 26. október 1862 og lést 24. júlí 1917.<br> Foreldrar hennar voru [[Eyjólfur Jónsson (Löndum)|Eyjólfur Jón...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir frá Löndum fæddist 26. október 1862 og lést 24. júlí 1917.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Jónsson tómthúsmaður, sjávarbóndi á Löndum, f. 29. september 1832 á Oddum í Meðallandi, d. 2. ágúst 1914, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1829 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 29. apríl 1873.

Móðursystkini hennar í Eyjum voru:
1. Sigríðar Jónsdóttur bústýru, f. 20. apríl 1828, d. 6. mars 1900.
2. Ísaks Jakobs Jónssonar bónda í Norðurgarði, f. 20. janúar 1833, d. 9. apríl 1899.
3. Þuríðar Jónsdóttur vinnukonu, f. 13. desember 1833.
4. Katrínar Jónsdóttur vinnukonu í Vanangri, f. 1847, d. 9. maí 1869.

Jóhanna Sigríður var með foreldrum sínum á Löndum 1870. Hún missti móður sína, er hún var á 11. árinu, var með föður sínum í Jónshúsi 1880, hjá honum í Eyjólfshúsi 1890.
Jóhanna Sigríður var með föður sínum og systur í Kró 1893, fluttist þaðan 1894 til Seyðisfjarðar.
Hún giftist Tómasi 1897 og bjó í Vestdal í Seyðisfirði, er hún eignaðist andvana barn 1897, bjó í Dvergasteini þar 1898 við fæðingu Jónasar Helga, sem þau misstu nokkurra vikna gamlan. Þau eignuðust Jóhann Gísla 1900 og misstu hann nokkurra vikna gamlan, eignuðust síðan 3 börn, sem lifðu bernskuna.
Þau voru leigjendur í Vestdal í Seyðisfirði 1901, bjuggu í Ingimundarhúsi á Seyðisfirði 1910 með börnunum.
Jóhanna Sigríður lést 1917.

Maður Jóhönnu Sigríðar, (10. júní 1897), var Tómas Guðmundsson vinnumaður, verkamaður, f. 24. september 1862 í Tröð í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Hann fluttist til Seyðisfjarðar úr Landeyjum 1894 og lést 23. nóvember 1937 á Seyðisfirði.
Börn þeirra hér:
1. Andvana drengur, f. 24. júlí 1897.
2. Jónas Helgi Tómasson, f. 22. október 1898, d. 13. nóvember 1898.
3. Jóhann Gísli A. Tómasson, f. 25. ágúst 1900, d. 14. september 1900.
4. Karl Axel Vilhjálmur Tómasson sjómaður á Seyðisfirði, f. 3. maí 1902.
5. Guðni Jakob Tómasson verkamaður á Seyðisfirði, f. 1. nóvember 1904, d. 5. júlí 1969.
6. Gróa Sigríður Tómasdóttir, síðast í Reykjavík, f. 31. maí 1907, d. 23. október 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.