Þuríður Jónsdóttir (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þuríður Jónsdóttir vinnukona í Norðurgarði og víðar fæddist 13. desember 1833 í Hólasókn u. Eyjafjöllum.
Faðir hennar var Jón bóndi á Hrútafelli og Helgusöndum u. Eyjafjöllum, f. 1801 í Breiðavíkursókn, d. 17. nóvember 1869, Brynjólfsson.
Móðir Þuríðar var Þóra húsfreyja, f. 1799, d. 4. mars 1864, Jónsdóttir bónda í Steinum og á Hrútafelli, f. 1769 í Pétursey í Mýrdal, d. 30. apríl 1834 á Hrútafelli, Eiríkssonar bónda, líklega á Leirum u. Eyjafjöllum, f. 1736, Jónssonar, og konu Eiríks á Leirum, Katrínar húsfreyju, f. 1725, d. 19. janúar 1805, Jónsdóttur.

Systkini Þuríðar í Eyjum voru
1. Sigríður Jónsdóttir bústýra, f. 20. apríl 1828, d. 6. mars 1900.
2. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 21. júlí 1829, d. 29. apríl 1873.
3. Ísak Jakob Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 1833, d. 9. apríl 1899.
4. Katrín Jónsdóttir vinnukona í Vanangri, f. 1847, d. 9. maí 1869.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist vinnukona að Svaðkoti 1856 og var vinnukona á Búastöðum 1860-1863, í Norðurgarði 1864-1867. Þá fór hún að Miðkoti í Landeyjum.
Þuríður kom frá Akurey í Landeyjum 1876 og þá að Oddsstöðum. Þar var Ögmundur Jónsson lausamaður.
Hún fæddi Jón barn þeirra í Norðurgarði 1877, fluttist frá Norðurgarði 1880, ekki skráð hvert hún fór.

Barnsfaðir Þuríðar var Ögmundur Jónsson, þá lausamaður á Oddsstöðum, f. 30. desember 1838, d. 15. nóvember 1905.
Barn þeirra var
1. Jón Ögmundsson, f. 27. desember 1877, d. 9. mars 1901.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.