Katrín Jónsdóttir (Vanangri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Katrín Jónsdóttir frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum, vinnukona í Vanangri, fæddist 1847 þar og lést 9. maí 1869.
Faðir hennar var Jón bóndi á Velli í Hvolhreppi, á Hrútafelli og Helgusöndum u. Eyjafjöllum, f. 1801 í Breiðavíkursókn, d. 17. nóvember 1859, Brynjólfsson.
Móðir Katrínar var Þóra húsfreyja, f. 1799, d. 4. mars 1864, Jónsdóttir bónda í Steinum og á Hrútafelli, f. 1769 í Pétursey í Mýrdal, d. 30. apríl 1834 á Hrútafelli, Eiríkssonar bónda, líklega á Leirum u. Eyjafjöllum, f. 1736, Jónssonar og konu Eiríks á Leirum, Katrínar húsfreyju, f. 1725, d. 19. janúar 1805, Jónsdóttur.

Katrín var systir
1. Sigríðar Jónsdóttur bústýru, f. 20. apríl 1828, d. 6. mars 1900.
2. Guðrúnar Jónsdóttur húsfreyju á Löndum, f. 21. júlí 1829, d. 29. apríl 1873.
3. Ísaks Jakobs Jónssonar bónda í Norðurgarði, f. 20. janúar 1833, d. 9. apríl 1899.
4. Þuríðar Jónsdóttur vinnukonu, f. 13. desember 1833.

Katrín var með foreldrum sínum í æsku, með móður sinni til 1864, en hún lést þá.
Hún fluttist til Eyja 1865, var vinnukona hjá Guðrúnu systur sinni þá og til 1867.
Katrín var vinnukona í Vanangri 1869, er hún lést „af uppdráttarveiki“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.