Ásdís Jónsdóttir (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júní 2015 kl. 11:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júní 2015 kl. 11:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ásdís Jónsdóttir var úr Berufirði eystra. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Gautavík og Núpshjáleigu og k.h. Þórdís Einarsdóttir.
Í Ættum Austfirðinga er Ásdísi svo lýst, að hún hafi verið „smá vexti, fjörmikil, dugleg og myndarleg, góð í sér og hjálpsöm, læknir og yfirsetukona í viðlögum.“
Fyrri maður Ásdísar var Anders Asmundsen, norskur maður, sem varð skipstjóri á hákarlaskipi í Eyjum og fórst með því. Við hann er kennt Andersarvik. Þar bjargaði hann barni frá drukknun og var vikið kennt við hann síðan.
Þau Ásdís og Anders voru móðurforeldrar séra Jes A. Gíslasonar, foreldrar Soffíu.
Seinni maður Ásdísar var Árni Diðriksson í Stakkagerði-Eystra. Dóttir þeirra var Jóhanna, sem giftist Gísla Lárussyni.
Sjá Blik 1965/Ásdís Jónsdóttir, húsfreyja í Stakkagerði.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Ásdís Jónsdóttir húsfreyja í Sjólyst og Stakkagerði fæddist 28. janúar 1815 í Núpshjáleigu í Berufirði og lést í Eyjum 21. nóvember 1892.

Ásdís Jónsdóttir húsfreyja í Stakkagerði.

Faðir hennar var Jón bóndi í Gautavík og Núpshjáleigu í Berufirði, S-Múl., f. 1789, d. 20. desember 1838, Jónsson, sem kallaður var „matrós“, bónda í Gautavík, Jónssonar og konu Jóns „matrós“ (1788) Ásdísar húsfreyju, f. um 1760, d. 26. júní 1792, Hermannsdóttur bónda í Fagradal í Breiðdal, f. um 1721, Einarssonar.
Jón „matrós“ var seinni maður Ásdísar Hermannsdóttur. Þau Jón og Ásdís fórust í skriðuhlaupi 26. júní 1792, er þau ráku sauðfé.
Móðir Ásdísar og kona Hermanns var Guðný húsfreyja, f. 1760, drukknaði í Breiðdalsá í kirkjuferð 1767, Gissurardóttir.

Móðir Ásdísar í Stakkagerði og kona Jóns „fyrri“ í Gautavík var Þórdís húsfreyja, f. 8. desember 1792, d. 7. desember 1862, Einarsdóttir frá Teigarhorni í Berufirði, bónda í Krossgerði þar, f. um 1764, d. 1800, Þorbjörnssonar og konu Einars, Lísibetar húsfreyju, f. um 1771, d. 2. júní 1847, Bessadóttur bónda og hreppstjóra í Krossgerði, f. um 1726, Sighvatssonar og þriðju konu Bessa, Katrínar húsfreyju, f. 11. apríl 1727, d. 23. júní 1805, Jónsdóttur frá Skoruvík á Langanesi, Ívarssonar á Eldjárnsstöðum þar Jónssonar, en kona Ívars er skráð Elísabet Jónsdóttir á mt. 1703, en mun hafa heitið Lísibet eða verið kölluð svo, samkv. Æ.Austf. #11371.

Í Ættum Austfirðinga er Ásdísi svo lýst, að hún hafi verið „smá vexti, fjörmikil, dugleg og myndarleg, góð í sér og hjálpsöm, læknir og yfirsetukona í viðlögum.“
Hún fluttist til Eyja 1834.


Ásdís var tvígift:
I. Fyrri maður hennar (13. september 1834) var Anders Asmundsen, norskur maður, f. 1808, drukknaði 1851. Hann er skipstjóri á þilskipi Garðsverslunar 1835, býr þá í Garðinum (Gaarden Kornhol) með konu sinni Ásdísi, 20 ára. 1840 eru þau búsett í Sjólyst með dóttur sinnni Dortíu Maríu Ásdísi 2 ára, 1845 eru þau þar með tveim börnum sínum, Maríu (Marie) 7 ára og Tomínu (Thomine) 2 ára. Á manntali 1850 eru þau í Stakkagerði með börnin Dorthíu Maríu, Th. Rebekku, (þ.e. Thomine Rebekka), Sophiu Elisabet 4 ára.
Við Anders er kennt Andersarvik, (einnig kallað Annesarvik og Anisarvik). Þar bjargaði hann barni frá drukknun og var vikið kennt við hann síðan.
Börn Ásdísar og Anders:
1. Jón Andersson, f. 9. október 1835, d. 15. október 1835 úr ginklofa.
2. María, f. 3. júní 1839, giftist Gísla Bjarnasen verslunarstjóra, bjó í Kaupmannahöfn.
3. Hans Kristján Andersson, f. 22. apríl 1838, d. 7. maí 1838 úr ginklofa.
4. Anders Andersson, f. 20. febrúar 1842, d. 21. september 1842.
5. Rebekka Þórdís Andersdóttir, f. 14. júlí 1843, d. 1. ágúst 1843 úr ginklofa.
6. Tómína, f. 21. ágúst 1844, bjó í Chicago.
7. Soffía Elísabet, f. 8. október 1847, d. 10. júní 1936.
8. Anders Andersson, f. 24. september 1851, d. 11. nóvember 1851 „af Barnaveikleika“.

II. Síðari maður Ásdísar (1858) var Árni, síðar bóndi í Stakkagerði, f. 18. júlí 1830 í Hólmi í A-Landeyjum, hrapaði til bana í Stórhöfða 28. júní 1903, Diðriksson bónda í Hólmi Jónssonar og konu hans Sigríðar húsfreyju Árnadóttur.
Árni er 26 ára ókvæntur vinnumaður hjá ekkjunni Ásdísi 41 árs í Stakkagerði 1855, og þar eru dætur hennar þrjár. Á mt. 1860 eru þau Ásdís gift. Soffía er 13 ára barn hjá þeim. 1870 er Jóhanna dóttir þeirra 8 ára hjá þeim, en dætur Ásdísar ekki. Á manntali 1890 eru þau Árni enn búendur, en fjölskylda Jóhönnu dóttur þeirra og Gísla Lárussonar í heimilinu. Móðir Árna, Sigríður er hjá þeim, 92 ára. 1901 er Árni þar ekkill með fjölskyldu Jóhönnu og Gísla.
Börn þeirra Ásdísar og Árna:
1. Jóhanna Sigríður, f. 11. nóvember 1861, d. 10. júní 1832.

Sjá Blik 1965/Ásdís Jónsdóttir, húsfreyja í Stakkagerði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.