Brynjólfur Brynjólfsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. apríl 2015 kl. 11:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. apríl 2015 kl. 11:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Brynjólfur Brynjólfsson (Gjábakka)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Brynjólfur Brynjólfsson vinnumaður fæddist 24. nóvember 1825 í Miðskála u. Eyjafjöllum og lést 27. maí 1866 á Kirkjubæ.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Brynjólfsson vinnumaður á Ofanleiti, síðar bóndi undir Eyjafjöllum, f. 21. febrúar 1791 í Skipagerði í V-Landeyjum, d. 26. maí 1866 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, og kona hans Guðný Erlendsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1788 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 18. júní 1844.

Brynjólfur var bróðir Sigríðar Brynjólfsdóttur í Hólshúsi, f. 28. apríl 1822, d. 4. júlí 1888 í Utah.

Brynjólfur var með foreldrum sínum í Miðskála 1835, með þeim í Efstakoti 1840 og 1845, vinnumaður í Miðskála 1850.
Hann fluttist til Eyja 1852 og var vinnumaður á Gjábakka til 1853, fyrirvinna hjá Ingveldi Guðmundsdóttur ekkju á Kirkjubæ 1854, vinnumaður á Vilborgarstöðum 1855 og 1856, í Háagarði 1857-1860, á Vesturhúsum 1861-1863, í Presthúsum 1864, niðursetningur í Stakkagerði 1865.
Brynjólfur lést á Kirkjubæ 1866, niðursetningur, „úr kvefsótt“.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.