Brynjólfur Brynjólfsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Brynjólfur Brynjólfsson bóndi á Vilborgarstöðum 1817, síðar bóndi í Miðskála u. Eyjafjöllum, fæddist 21. febrúar 1791 að Skipagerði í V-Landeyjum og lést 26. maí 1866 á Kirkjulæk í Fljótshlíð.
Foreldrar hans voru Brynjólfur Guðmundsson bóndi í Skipagerði, f. 1734, d. 20. janúar 1803, og kona hans Sigríður Ögmundsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 1761, d. 21. nóvember 1839, prests Högnasonar.

Brynjólfur var með foreldrum sínum í Skipagerði 1801.
Hann var vinnumaður á Ofanleiti 1816, var bóndi á Vilborgarstöðum 1817. Hann var kominn að Seljalandi u. Eyjafjöllum 1818, að Miðskála þar kom hann frá Seljalandi 1820 og bjó þar 1835, í Efsta-Koti þar 1845.
1850 fór hann ekkill og vinnumaður að Vatnsdal og 1860 var hann húsmaður í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð og þar var hann við andlát 1866.

Kona Brynjólfs var, (13. júlí 1817), Guðný Erlendsdóttir yngri, húsfreyja, f. 3. desember 1788 á Hrútafelli, d. 18. júní 1844.
Börn þeirra fæddust öll í Miðskála nema elsta barnið Guðríður, sem fæddist á Seljalandi:
1. Guðríður Brynjólfsdóttir, f. 2. ágúst 1818, d. líklega 16. mars 1869 í Dalskoti u. V.-Eyjafjöllum.
2. Pétur Brynjólfsson, f. 3. mars 1821, d. 22. nóvember 1906.
3. Sigríður Brynjólfsdóttir, f. 28. apríl 1822, d. 4. júlí 1888 í Utah.
4. Guðný Brynjólfsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 21. apríl 1823. Hún var móðir Jóns Sighvatssonar kaupmanns og bókavarðar í Jómsborg.
5. Erlendur Brynjólfsson, f. 20. ágúst 1824.
6. Brynjólfur Brynjólfsson, f. 24. nóvember 1825, d. 27. maí 1866 í Eyjum.
7. Erlendur Brynjólfsson yngri, f. 2. september 1828.
8. Guðmundur Brynjólfsson, f. 25. maí 1831, d. 13. október 1893.
9. Einar Brynjólfsson, f. 5. september 1833, d. 24. febrúar 1871.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.