Narfi Jónsson (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. febrúar 2015 kl. 18:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. febrúar 2015 kl. 18:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Narfi Jónsson (Löndum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Narfi Jónsson sjómaður á Löndum fæddist 1809 í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð og lést 17. febrúar 1860.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Kirkjulækjarkoti, f. 1763, d. 6. mars 1836 og Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1770, d. 12. desember 1847.

Narfi var með foreldrum sínum í æsku. Hann var kvæntur tómthúsmaður á Löndum 1840.

Kona hans var Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, ekkja Bjarna Þórðarsonar á Löndum. Þau voru barnlaus.


Heimildir