Bjarni Þórðarson (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Bjarni Þórðarson tómthúsmaður á Löndum fæddist 1765 í Seli í A-Landeyjum og lést 19. desember 1836.
Foreldrar hans voru Þórður Erlendsson bóndi á Hvoli í Mýrdal, síðar bóndi og hreppstjóri í Seli, f. 1713, á lífi 1771, og kona hans Petrónella Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1725, á lífi 1767.

Bróðir Bjarna var Magnús Þórðarson verslunarmaður, f. 1745.

Bjarni var á Löndum 1828 með Þorbjörgu og syni hennar Jóni Sveinssyni, var þar 1832-1835 með Þorbjörgu.
Hann lést 1836.

Kona Bjarna, (18. júní 1823), var Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1776 í Norðurgarði í Mýrdal, d. 16. mars 1855.
Hún varð síðar kona Narfa Jónssonar tómthúsmanns á Löndum.
Bjarni og Þorbjörg voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.