Þórður Arnfinnsson (Mosfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. janúar 2015 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. janúar 2015 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þórður Arnfinnsson sjómaður, vélstjóri, fæddist 14. apríl 1914 á Skaftafelli og lést 13. desember 1966.
Foreldrar hans voru Arnfinnur Antoníusson verkamaður, síðar bóndi á Krossstekk í Mjóafirði eystra, f. 6. október 1883, d. 21. júní 1976, og fyrri kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Lambhaga, f. 10. ágúst 1891, d. 14. október 1916.

Móðir Þórðar lést, er hann var tveggja ára. Hann var með Kristínu ömmu sinni á Mosfelli 1920, þar hjá Jennýju móðursystur sinni 1925.
Þórður fluttist austur á land til föður síns, var hjá honum á Víðilæk í Skriðdal 1930, en síðar í Mýnesi í Eiðahreppi.
Hann fluttist til Þingeyrar og bjó þar, stundaði sjómennsku, en síðan fluttist hann til Keflavíkur og var síðast búsettur þar, lést 1966.

I. Fyrri kona Þórðar, skildu, var Ragnheiður Samsonardóttir frá Hruna í Þingeyrarhreppi, f. 21. október 1913, d. 11. júní 2007.
Börn þeirra voru
1. Davíð Þórðarson stýrimaður, f. 18. ágúst 1940, d. 24. mars 1962, lést af slysförum á Patreksfirði.
2. Ingi Sigurður Þórðarson sjómaður, bifreiðastjóri í Reykjavík og Mosfellsbæ, f. 20. febrúar 1945.

II. Barnsmóðir Þórðar var Sigríður Kristín Sumarliðadóttir frá Víðidalsá í Strandasýslu, f. 8. maí 1916, d. 17. desember 1997.
Barn þeirra var:
3. Þórður Þórðarson sjómaður, yfirvélstjóri á Guðmundi hjá Ísfélaginu í Eyjum, f. 2. nóvember 1943 í Keflavík, d. 27. júní 1998 í Reykjavík.

III. Síðari kona Þórðar var Kristín Guðrún Valdimarsdóttir frá Bergi, f. 22. maí 1915 í Sigtúni í Sandvíkurhreppi, Árn., d. 11. mars 1983 í Keflavík.
Þau voru barnlaus.


Heimildir