Jóhanna Hannesdóttir (Grímshjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2014 kl. 18:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2014 kl. 18:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhanna Hannesdóttir (Grímshjalli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Hannesdóttir frá Grímshjalli fæddist 31. október 1862.
Foreldrar hennar voru Hannes Gíslason tómthúsmaður í Grímshjalli og Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja.

Jóhanna var með foreldrum sínum í Grímshjalli til 1876, hjá þeim í Hólshúsi 1878.
Foreldrar hennar skildu. Hún var niðursetningur í Litlabæ 1880, niðursetningur á Kirkjubæ 1881, léttastúlka þar 1882 og 1883.
Hún var vinnukona í Mandal 1884, í Sjólyst 1886, á Ofanleiti 1888, hjá Ragnhildi Jónsdóttur á Ofanleiti 1889, í London 1890, í Jómsborg 1891.
Hún finnst ekki eftir 1891.
Barnsfaðir hennar var Jón Steinmóðsson, f. 17. nóvember 1834, d. 28. október 1896. Jón neitaði faðerninu.
Barn þeirra var
1. Hannes Jónsson, f. 5. nóvember 1891 . Til er Hannes, eins árs tökubarn, ófeðraður hjá Ögmundi og Vigdísi í Landakoti 1892, orðinn Jóhönnuson 1893-1895, 9 ára niðursetningur þar 1901, 15 ára vinnumaður þar 1906 og 1907. Hann finnst ekki síðan sem slíkur, en reynist vera Hannes Hansson, Hannes á Hvoli, skipstjóri og afgreiðslumaður hjá Olíusamlaginu, d. 17. júní 1974.


Heimildir