Guðrún Guðmundsdóttir (Kastala)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. október 2014 kl. 21:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. október 2014 kl. 21:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Guðmundsdóttir (Kastala)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Guðmundsdóttir vinnukona frá Kastala fæddist 25. ágúst 1822.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorgeirsson tómthúsmaður í Kastala, f. 1779, d. 1. janúar 1853, og kona hans Elín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1796, d. 8. júlí 1876.

Guðrún var með foreldrum sínum í Kastala 1822 og 1823, með móður sinni og Steinmóði Vigfússyni í Ömpuhjalli 1824-1842, fermdist 1836. Hún var í Steinmóðshúsi 1843 með Jón son sinn á fyrsta ári.
1844 og 1845 var hún bústýra hjá ekklinum Sighvati Þóroddssyni í Helgahjalli. Þar var hún með son sinn, Jón Guðrúnarson á öðru ári. Hún var hjá móður sinni í Steinmóðshúsi með Jón 1846 og enn 1853, ógift.
Guðrún var vinnukona á Oddsstöðum með Jón hjá sér 1854, komin aftur til móður sinnar 1855 og var þar 1856.
Hún fluttist í Stokkseyrarsókn 1857, en Jón varð eftir hjá Elínu ömmu sinni.
Guðrún var húskona á Kalastöðum á Stokkseyri 1860, í Framnesi þar 1870. Á Stokkseyri og Eyrarbakka var hún vinnukona og í húsmennsku, en giftist ekki, dó háöldruð.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var að líkum Jóns Jónsson í Ólafshúsum, en hann neitaði.
Barnið var
1. Jón Guðrúnarson Jónsson, f. 13. nóvember 1843, ýmist nefndur Guðrúnarson eða Jónsson, d. 6. maí 1876.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur I. Guðni Jónsson. Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1940.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.