Jón Guðrúnarson
Jón Guðrúnarson Jónsson vinnumaður fæddist 13. nóvember 1843 og lést 6. maí 1876.
Móðir hans var Guðrún Guðmundsdóttir frá Steinmóðshúsi, f. 25. ágúst 1822, og Jón Jónsson, þá vinnumaður í Ólafshúsum. Jón neitaði faðernini. Jón yngri var því nefndur Guðrúnarson eða Guðrúnarson Jónsson í sóknarmannatölum, en þó stundum Jón Jónsson..
Jón var á fyrsta ári með móður sinni í Steinmóðshúsi 1843. Hann var þriggja ára með móður sinni hjá Sighvati Þóroddssyni ekkli í Helgahjalli 1845, með móður sinni hjá Elínu ömmu sinni í Steinmóðshúsi 1847-1853, með vinnukonunni móður sinni á Oddsstöðum 1854, með henni í Steinmóðshúsi 1855 og 1856, 14 ára hjá Elínu ömmu sinni 1857 og enn 1865.
Hann var vinnumaður í Garðinum 1867, vinnumaður á Vilborgarstöðum 1870, á Vesturhúsum 1871, á Löndum 1872, í Vanangri 1873 og 1874, í Kokkhúsi 1875.
Jón var ókvæntur og barnlaus.
Hann lést 1876 „af völdum ofdrykkju“.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.